Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 0-1 | Harpa aftur hetjan Kristinn Ásgeir Gylfason á Kópavogsvelli skrifar 25. júlí 2014 18:44 Harpa Þorsteinsdóttir er búin að afgreiða Blika tvisvar sinnum á einni viku. vísir/arnþór Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu bikarmeistara Breiðabliks, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Líkt og þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni á þriðjudagskvöldið var Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar, en hún skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu. Stjarnan mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. Liðin voru jöfn framan af leik en ákefðin meiri í Stjörnukonum sem skilaði sér í sigri. Vörnin hjá Stjörnunni var með svör við flest öllu sem Blikar reyndu. Fátt var um aukaspyrnur en leikurinn einkenndist af jafnri baráttu og færum sem mörg hver urðu til vegna aðstæðna á vellinum. Bleytan fleytti boltanum og leikmenn voru á köflum klaufalegir í tímasetningum. Markið sem skildi að var litað af aðstæðum. Blautur boltinn virtist renna í gegnum greipar Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. 0-1 sigur Stjörnunnar á Kópavogsvelli þegar upp er staðið, sanngjarn en leikurinn hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Breiðablik sótti af hörku undir lok leiks en allt kom fyrir ekki. Stjarnan er því komin í úrslit Borgunarbikarsins 2014 og mætir þar liði Selfoss. Ólafur Þór: Þetta eru réttu leikirnir til að klára„Við fáum ekki á okkur mörg færi, þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var, en mínir leikmenn höfðu kjark og þor til að klára þetta,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að vinna vel sem lið, við erum með góðan hóp og gott lið. Við erum sátt með hópinn okkar sem margir vilja meina að sé lítill,“ sagði Ólafur sáttur við sína leikmenn eftir sigurinn þrátt fyrir að Sandra Sigurðardóttir hafi teflt á tæpasta vað á köflum. „Hún tók og sólaði sóknarmanninn þeirra ágætlega, við treystum því fólki sem er inná“. Aðspurður hvort heppnisstimpill sé á þessu mikilvæga marki svaraði hann „þegar það er svona blautt í veðri þá er hægt að hafa heppnina með sér í svona, Harpa rétt pikkaði í hann og breytti aðeins stefnunni. Við fengum betri færi til að skora úr.“Hlynur Svan: Telma hugsanlega dæmd rangstæð að tilefnislausuHlynur Svan, þjálfari Breiðabliks hafði ekkert út á dómgæsluna að setja nema hugsanlega eina rangstæðu sem var dæmd á Telmu Hjaltalín í fyrri hálfleik. „Dómgæslan var fín en mér hefur verið bent á að Telma hafi verið flögguð rangstæð án þess að tilefni væri til“. Annars var Hlynur sáttur við leik liðsins. „Liðið spilaði hörkufínan leik, við vorum ekkert síðri en Stjarnan. Það eru leiðinda mistök sem gera það að verkum að við fáum á okkur mark sem skilur síðan að í lokin“.Telma Hjaltalín: Ég er bara svo hröð að dómara halda oft að ég sé rangstæð„Ég held að ég sé það hröð að fólk heldur oft að ég sé rangstæð. Ég er hins vegar svo fljót af stað að ég er bara á undan andstæðingnum,“ sagði Telma sem var að vonum hnípinn eftir leikinn. Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu bikarmeistara Breiðabliks, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Líkt og þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni á þriðjudagskvöldið var Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar, en hún skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu. Stjarnan mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. Liðin voru jöfn framan af leik en ákefðin meiri í Stjörnukonum sem skilaði sér í sigri. Vörnin hjá Stjörnunni var með svör við flest öllu sem Blikar reyndu. Fátt var um aukaspyrnur en leikurinn einkenndist af jafnri baráttu og færum sem mörg hver urðu til vegna aðstæðna á vellinum. Bleytan fleytti boltanum og leikmenn voru á köflum klaufalegir í tímasetningum. Markið sem skildi að var litað af aðstæðum. Blautur boltinn virtist renna í gegnum greipar Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. 0-1 sigur Stjörnunnar á Kópavogsvelli þegar upp er staðið, sanngjarn en leikurinn hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Breiðablik sótti af hörku undir lok leiks en allt kom fyrir ekki. Stjarnan er því komin í úrslit Borgunarbikarsins 2014 og mætir þar liði Selfoss. Ólafur Þór: Þetta eru réttu leikirnir til að klára„Við fáum ekki á okkur mörg færi, þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var, en mínir leikmenn höfðu kjark og þor til að klára þetta,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að vinna vel sem lið, við erum með góðan hóp og gott lið. Við erum sátt með hópinn okkar sem margir vilja meina að sé lítill,“ sagði Ólafur sáttur við sína leikmenn eftir sigurinn þrátt fyrir að Sandra Sigurðardóttir hafi teflt á tæpasta vað á köflum. „Hún tók og sólaði sóknarmanninn þeirra ágætlega, við treystum því fólki sem er inná“. Aðspurður hvort heppnisstimpill sé á þessu mikilvæga marki svaraði hann „þegar það er svona blautt í veðri þá er hægt að hafa heppnina með sér í svona, Harpa rétt pikkaði í hann og breytti aðeins stefnunni. Við fengum betri færi til að skora úr.“Hlynur Svan: Telma hugsanlega dæmd rangstæð að tilefnislausuHlynur Svan, þjálfari Breiðabliks hafði ekkert út á dómgæsluna að setja nema hugsanlega eina rangstæðu sem var dæmd á Telmu Hjaltalín í fyrri hálfleik. „Dómgæslan var fín en mér hefur verið bent á að Telma hafi verið flögguð rangstæð án þess að tilefni væri til“. Annars var Hlynur sáttur við leik liðsins. „Liðið spilaði hörkufínan leik, við vorum ekkert síðri en Stjarnan. Það eru leiðinda mistök sem gera það að verkum að við fáum á okkur mark sem skilur síðan að í lokin“.Telma Hjaltalín: Ég er bara svo hröð að dómara halda oft að ég sé rangstæð„Ég held að ég sé það hröð að fólk heldur oft að ég sé rangstæð. Ég er hins vegar svo fljót af stað að ég er bara á undan andstæðingnum,“ sagði Telma sem var að vonum hnípinn eftir leikinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira