Íslenski boltinn

Fékk tólf mánaða keppnisbann fyrir árásina á Hellissandi

Vísir/Getty
Redinaldo Rodrigues Reis, leikmaður Sindra á Höfn í Hornafirði, var í dag úrskurðaður í tólf mánaða keppnisbann af aganefnd KSÍ fyrir að hafa ráðist á leikmann Snæfellsness í leik liðanna í 2. flokki á Hellissandi á dögunum.

Á lokasekúndum leiksins lenti tveimur leikmönnum saman og fengu þeir báðir að líta rauða spjaldið hjá dómara leiksins.

Í kjölfar þess réðst Redinaldo á leikmann Snæfellsness og samkvæmt heimildum Vísis sparkaði hann meðal annars í leikmanninn þegar hann lá liggjandi í jörðinni ásamt því að veita honum þungt höfuðhögg.

Var það mat læknis sem skoðaði drenginn að kalla ætti eftir þyrlu til að flytja hann suður á Landspítalann í Fossvogi. Meiðsli hans voru þó ekki eins slæm og óttast var í fyrstu og var drengurinn útskrifaður af spítala daginn eftir.

Redinaldo á von á kæru en lögreglan mat svo að um alvarlega líkamsárás væri að ræða og því sjálfkært í málinu.


Tengdar fréttir

Meiðsli drengsins minni en óttast var

Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×