Íslenski boltinn

Mögnuð byrjun KV í Laugardalnum | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
KV-menn fagna í leikslok.
KV-menn fagna í leikslok. Myndir / Daníel Rúnarsson
KV vann sinn annan sigur í röð í 1. deild karla er liðið hafði betur gegn Víkingi frá Ólafsvík, 3-2.

KV-menn komust reyndar í 3-0 forystu eftir aðeins fjórtán mínútna leik með mörkum þeirra Kristófers Eggertssonar, sem skoraði tvívegis, og Garðars Inga Leifssonar.

Eyþór Helgi Birgisson hleypti svo spennu í leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik en það síðara kom á 84. mínútu. Nær komust þó Ólafsvíkingar ekki.

Grindavík lenti óvænt 1-0 undir gegn botnliði Tindastóls á heimavelli í kvöld en Mark Magee kom gestunum yfir á 29. mínútu.

Heimamenn jöfnuðu þó metin með sjálfsmarki snemma í síðari hálfleik og þeir Magnús Björgvinsson, Scott Ramsay, Tomislav Misura og Juraj Grizelj sáu að lokum fyrir 5-1 sigri þeirra.

KV er í áttunda sæti deildarinnar með þrettán stig en Grindavík er einu sæti neðar með ellefu. Víkingur datt niður í fimmta sætið en Tindastóll er sem fyrr á botninum með einungis þrjú stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×