152 laxar komnir úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2014 10:39 Laxveiðiárnar á Norðurlandi eru margar hverjar að skila fínni veiði enda hafa stórlaxagöngurnar verið góðar. Vatnsdalsá er ein af ánum þar sem menn geta verið hæst ánægðir með veiðina það sem komið er af þessu tímabili enda eru 152 laxar komnir á land með meðalþyngd upp á 5.72 kg og meðallengd sem er 81 sm. Það sem dregur töluna niður eru msálaxar sem eru 2-4 kg í bókinni en þeir eru heldur sjaldséðir ennþá enda eru smálaxagöngurnar ekki farnar að sýna sig af neinu ráði fyrir norðan og koma venjulega ekki af neinum krafti fyrr en upp úr miðjum eða enda júlí. Veiðin gæti þó verið betri fyrir norðan ef ekki kæmi til mikið vatn í flestum ánum, stundum það mikið að veiðistaðir hverfa undir straum og flúðir þar sem áður var smá strengur. Veiðimenn við bakka Vatnsdalsár eru ekki annað en kátir þessa dagana með stórlaxa og fallandi vatn sem þýðir bara aukin veiði næstu daga. Stangveiði Mest lesið SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Laxveiðiárnar á Norðurlandi eru margar hverjar að skila fínni veiði enda hafa stórlaxagöngurnar verið góðar. Vatnsdalsá er ein af ánum þar sem menn geta verið hæst ánægðir með veiðina það sem komið er af þessu tímabili enda eru 152 laxar komnir á land með meðalþyngd upp á 5.72 kg og meðallengd sem er 81 sm. Það sem dregur töluna niður eru msálaxar sem eru 2-4 kg í bókinni en þeir eru heldur sjaldséðir ennþá enda eru smálaxagöngurnar ekki farnar að sýna sig af neinu ráði fyrir norðan og koma venjulega ekki af neinum krafti fyrr en upp úr miðjum eða enda júlí. Veiðin gæti þó verið betri fyrir norðan ef ekki kæmi til mikið vatn í flestum ánum, stundum það mikið að veiðistaðir hverfa undir straum og flúðir þar sem áður var smá strengur. Veiðimenn við bakka Vatnsdalsár eru ekki annað en kátir þessa dagana með stórlaxa og fallandi vatn sem þýðir bara aukin veiði næstu daga.
Stangveiði Mest lesið SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði