Kemur stærsti laxinn í sumar upp af Nessvæðinu? Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2014 20:16 Klaus Frimor að sleppa vænum laxi í Aðaldalnum. Mynd: ÁPH Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur verið ágæt þrátt fyrir að engar smálaxagöngur hafi sýnt sig í ánni enda skiptir það kannski engu máli því engin fer í Aðaldalinn til að elta smálaxa. Áin er ekki kölluð "Drottningin" að ástæðulausu enda þykir umhverfi hennar fagurt og það sem meira er, þegar þú stendur og kastar flugu í ánna og færð töku eru yfirgnæfandi líkur á að þú sért með metfiskinn þinn undir. Þetta hafa veiðimenn verið að upplifa í sumar og sérstaklega hafa stóru laxarnir sýnt sig vel á Nessvæðinu sem er frægt fyrir stórlaxa. Áin er að detta í frábært vatn eftir að hafa bólgnað aðeins í veðurhamnum í byrjun júlí og er kominn í gullvatn eins og það er kallað. Þeir sem hafa verið í ánni síðustu dagana hafa reist töluvert af laxi og náð nokkrum á land en það hafa líkar sloppið vænir laxar. Venjulega er uppselt í ánna á þessum tíma en við rákum augun í lausa daga inná Veiða.is sem verða líkelga fljótir að fara þegar stórlaxafréttir berast af bökkum Laxár. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur verið ágæt þrátt fyrir að engar smálaxagöngur hafi sýnt sig í ánni enda skiptir það kannski engu máli því engin fer í Aðaldalinn til að elta smálaxa. Áin er ekki kölluð "Drottningin" að ástæðulausu enda þykir umhverfi hennar fagurt og það sem meira er, þegar þú stendur og kastar flugu í ánna og færð töku eru yfirgnæfandi líkur á að þú sért með metfiskinn þinn undir. Þetta hafa veiðimenn verið að upplifa í sumar og sérstaklega hafa stóru laxarnir sýnt sig vel á Nessvæðinu sem er frægt fyrir stórlaxa. Áin er að detta í frábært vatn eftir að hafa bólgnað aðeins í veðurhamnum í byrjun júlí og er kominn í gullvatn eins og það er kallað. Þeir sem hafa verið í ánni síðustu dagana hafa reist töluvert af laxi og náð nokkrum á land en það hafa líkar sloppið vænir laxar. Venjulega er uppselt í ánna á þessum tíma en við rákum augun í lausa daga inná Veiða.is sem verða líkelga fljótir að fara þegar stórlaxafréttir berast af bökkum Laxár.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði