Gæði Hyundai skila fyrsta sæti í gæðakönnun J.D. Power Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 14:15 Góður árangur hjá Hyundai í gæðakönnun J.D. Power. Hyundai rataði í fyrsta sæti gæðakönnunar J.D. Powers í síðustu viku en árangurinn þykir einstaklega góður hjá Hyundai þar sem Hyundai Accent var í efsta sæti í flokki lítilla bíla, Hyundai Elantra (i30 á Íslandi) var efstur í millistærðarflokki og Hyundai Genesis var efstur í lúxusbílaflokki. Þá náði Hyundai framúrskarandi árangri með lágri bilanatíðni en þar voru efst á blaði Porsche, Jaguar, Lexus, Hyundai og Toyota. Restina ráku bílar frá Fiat, Jeep, Mitsubishi, Scion (í eigu Toyota) og Mazda. J.D. Power gæðakönnunin byggir ekki eingöngu á gögnum um bilanir í bílum heldur nær könnunin einnig til tæknibúnaðar og hvernig umgengni við hann er. Margir nýir bílar eiga erfitt með að ná góðum árangri vegna flókinnar hönnunar og fer vandamálið vaxandi eftir því sem aukabúnaður eykst í bílum. Hyundai kemst vel frá þessu vandamáli enda hefur framleiðandinn lagt mikla áherslu á notendavænt umhverfi bílanna sem hefur orðið til þess að upplifun eigenda á raunverulegum gæðum verður meiri og betri. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Hyundai rataði í fyrsta sæti gæðakönnunar J.D. Powers í síðustu viku en árangurinn þykir einstaklega góður hjá Hyundai þar sem Hyundai Accent var í efsta sæti í flokki lítilla bíla, Hyundai Elantra (i30 á Íslandi) var efstur í millistærðarflokki og Hyundai Genesis var efstur í lúxusbílaflokki. Þá náði Hyundai framúrskarandi árangri með lágri bilanatíðni en þar voru efst á blaði Porsche, Jaguar, Lexus, Hyundai og Toyota. Restina ráku bílar frá Fiat, Jeep, Mitsubishi, Scion (í eigu Toyota) og Mazda. J.D. Power gæðakönnunin byggir ekki eingöngu á gögnum um bilanir í bílum heldur nær könnunin einnig til tæknibúnaðar og hvernig umgengni við hann er. Margir nýir bílar eiga erfitt með að ná góðum árangri vegna flókinnar hönnunar og fer vandamálið vaxandi eftir því sem aukabúnaður eykst í bílum. Hyundai kemst vel frá þessu vandamáli enda hefur framleiðandinn lagt mikla áherslu á notendavænt umhverfi bílanna sem hefur orðið til þess að upplifun eigenda á raunverulegum gæðum verður meiri og betri.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent