Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - ÍBV 0-1 | Eyjamenn í undanúrslit Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 7. júlí 2014 15:13 Myndir / Daníel Rúnarsson Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“ Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira