Fjáröflunin fór fyrir lítið Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2014 15:33 VISIR/PJETUR/LUMMUDAGAR „Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir Árni Björn Árnason, staðarhaldari á Hard Wok Café á Sauðárkróki, um framkomu forráðamanna Partýkerrunnar á Lummudögum sem fram fóru í bænum um helgina. Mikill kurr er í íbúum bæjarins í kjölfar pistils sem birtist á Facebook nú á laugardag þar sem lýst er upplifun skátafélagsins Eilífsbúa af samskiptum sínum við fyrrgreinda Partýkerru á bæjarhátíðinni. Málavextirnir voru þeir að skátarnir höfðu fengið leyfi til að vera með blöðrusölu á lóð veitingastaðarins Hard Wok sem lið í fjáröflun þeirra fyrir landsmót skáta á Akureyri þann 20. til 27. júlí næstkomandi. Þegar fulltrúar skátanna mættu á svæðið var Partýkerran staðsett norðan við húsið að selja sínar vörur, þar á meðal blöðrur, sem Árni segir hafa verið án samráðs við nágrannana. Hann hafi þó veitt þeim leyfi sitt að leggja bíl sínum á lóðinni. Þessi málavextir hafi þó ekki verið vandamál af skátanna hálfu. Þeir ákváðu þá að staðsetja sinn sölubás á gangstéttinni sunnan við húsið, „og fólk gæti þá ákveðið sjálft af hvorum aðilanum það vildi versla,“ eins og fram kemur í pistlinum.Partýkerran að störfum á LummudögumMynd/Af facebook-síðu LummudagaSkátarnir færðir Framkvæmdarstjóra hátíðarinnar bar þá flótlega að og tilkynnti skátunum að þeir yrðu að færa sig með sitt söluborð. Höfðu þá fulltrúar Partýkerrunnar lýst óánægju sinni með samkeppnina frá skátunum og vildu þá burt, „og þá yrði það svo að vera.“ Var ákveðið að verða við þessari beiðni Partýkerrunnar og færðu skátarnir sig suður fyrir hús Hard Wok. Ekki leið þó á löngu fyrr en skátunum barst önnur kvörtun. „Um það bil hálftíma seinna var Skátunum engu að síður tilkynnt af áðurnefndum framkvæmdastjóra að þeir yrðu bara að gjöra svo vel að færa sig. Partýkerran var búin að kvarta aftur, og að mati framkvæmdastjórans var kerran sú í fullum rétti til að gera þessar kröfur,“ segir í pistlinum. „Úr varð að þeir létu í minni pokann og fengu á endanum pláss á planinu við Bláfell. Í stuttu máli, fyrir utan markaðinn. Þar af leiðandi áttu ekki margir leið fram hjá þeim, og í lok dags höfðu nánast engar blöðrur selst og þessi fjáröflun því farin fyrir lítið.“ Árni segir að hann hafi ekki heyrt af þessum málavöxtum fyrr en síðar um kvöldið að hátíðahöldunum liðnum. „Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir hann. „Ef þau hefðu borgað fyrir plássið sitt þá hefði maður kannski sýnt þessu meiri skilning,“ bætir Árni við en í ljósi þess að því hafi ekki verið að skipta þykir honum þessi framkoma helst til furðuleg. Pistillinn endar svo á orðunum: „Kæru Skagfirðingar, það er augljóst að Lummudagar eru okkar hátíð, ekki satt?“ og af athugasemdunum við færsluna að dæma er töluverður hiti í íbúum bæjarins.„Kúkalabbar án leyfis“ Í samtali við Vísi segir Erla Sveinsdóttir, eiganda Partýkerrunnar, að skipuleggjendur Lummudaga hafi farið þess á leit við sig að hún kæmi með starfsemi bílsins á bæjarhátíðina til að auka fjölbreyttni sölubásanna á markaðstorginu. Hún hafi til að mynda flutt með sér stóran hoppukastala norður til að lífga upp á hátíðinni og að öllum þessum tilbúnaði fylgi ærinn kostnaður. Því hafi hún óska eftir því að skátarnir yrðu fluttir af svæðinu í ljósi þess að þeir hafi ekki verið með leyfi fyrir veru sinni frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Partýkerran hafði verið í góðu sambandi við aðstandendur bæjarhátíðarinnar í aðdraganda Lummudaga og búið hafi verið að úthluta þeim staðsetningunni með góðum fyrirvara. Erla segist líta á starfsemi sína sem þjónustu við minni bæjarfélög landsins því hún hafi yfirleitt lítið upp úr krafsinu af bæjarhátíðum sem þessum. Þjónustan sem hún veitir sé eins og best verður á kosið og að Partýkerrran hafi öll tilskilin vottorð frá yfirvöldum. Því sé hins vegar ekki að skipta hjá mörgum öðrum sölubásum á viðlíka hátíðum. „Það birtast einhverjir kúkalabbar sem eru hvorki með leyfi frá skipuleggjendum né heilbrigðiseftirlitinu og byrja að selja einhvern varning og það er auðvitað ekki í lagi,“ segir Erla og hvetur alla sem sækja slíkar hátíðir heim að kynna sér vel starfsemi þeirra sem verslað er við. Facebook-færsluna má sjá hér að neðan. Post by Elínborg Erla Ásgeirsdóttir. Hestar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir Árni Björn Árnason, staðarhaldari á Hard Wok Café á Sauðárkróki, um framkomu forráðamanna Partýkerrunnar á Lummudögum sem fram fóru í bænum um helgina. Mikill kurr er í íbúum bæjarins í kjölfar pistils sem birtist á Facebook nú á laugardag þar sem lýst er upplifun skátafélagsins Eilífsbúa af samskiptum sínum við fyrrgreinda Partýkerru á bæjarhátíðinni. Málavextirnir voru þeir að skátarnir höfðu fengið leyfi til að vera með blöðrusölu á lóð veitingastaðarins Hard Wok sem lið í fjáröflun þeirra fyrir landsmót skáta á Akureyri þann 20. til 27. júlí næstkomandi. Þegar fulltrúar skátanna mættu á svæðið var Partýkerran staðsett norðan við húsið að selja sínar vörur, þar á meðal blöðrur, sem Árni segir hafa verið án samráðs við nágrannana. Hann hafi þó veitt þeim leyfi sitt að leggja bíl sínum á lóðinni. Þessi málavextir hafi þó ekki verið vandamál af skátanna hálfu. Þeir ákváðu þá að staðsetja sinn sölubás á gangstéttinni sunnan við húsið, „og fólk gæti þá ákveðið sjálft af hvorum aðilanum það vildi versla,“ eins og fram kemur í pistlinum.Partýkerran að störfum á LummudögumMynd/Af facebook-síðu LummudagaSkátarnir færðir Framkvæmdarstjóra hátíðarinnar bar þá flótlega að og tilkynnti skátunum að þeir yrðu að færa sig með sitt söluborð. Höfðu þá fulltrúar Partýkerrunnar lýst óánægju sinni með samkeppnina frá skátunum og vildu þá burt, „og þá yrði það svo að vera.“ Var ákveðið að verða við þessari beiðni Partýkerrunnar og færðu skátarnir sig suður fyrir hús Hard Wok. Ekki leið þó á löngu fyrr en skátunum barst önnur kvörtun. „Um það bil hálftíma seinna var Skátunum engu að síður tilkynnt af áðurnefndum framkvæmdastjóra að þeir yrðu bara að gjöra svo vel að færa sig. Partýkerran var búin að kvarta aftur, og að mati framkvæmdastjórans var kerran sú í fullum rétti til að gera þessar kröfur,“ segir í pistlinum. „Úr varð að þeir létu í minni pokann og fengu á endanum pláss á planinu við Bláfell. Í stuttu máli, fyrir utan markaðinn. Þar af leiðandi áttu ekki margir leið fram hjá þeim, og í lok dags höfðu nánast engar blöðrur selst og þessi fjáröflun því farin fyrir lítið.“ Árni segir að hann hafi ekki heyrt af þessum málavöxtum fyrr en síðar um kvöldið að hátíðahöldunum liðnum. „Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir hann. „Ef þau hefðu borgað fyrir plássið sitt þá hefði maður kannski sýnt þessu meiri skilning,“ bætir Árni við en í ljósi þess að því hafi ekki verið að skipta þykir honum þessi framkoma helst til furðuleg. Pistillinn endar svo á orðunum: „Kæru Skagfirðingar, það er augljóst að Lummudagar eru okkar hátíð, ekki satt?“ og af athugasemdunum við færsluna að dæma er töluverður hiti í íbúum bæjarins.„Kúkalabbar án leyfis“ Í samtali við Vísi segir Erla Sveinsdóttir, eiganda Partýkerrunnar, að skipuleggjendur Lummudaga hafi farið þess á leit við sig að hún kæmi með starfsemi bílsins á bæjarhátíðina til að auka fjölbreyttni sölubásanna á markaðstorginu. Hún hafi til að mynda flutt með sér stóran hoppukastala norður til að lífga upp á hátíðinni og að öllum þessum tilbúnaði fylgi ærinn kostnaður. Því hafi hún óska eftir því að skátarnir yrðu fluttir af svæðinu í ljósi þess að þeir hafi ekki verið með leyfi fyrir veru sinni frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Partýkerran hafði verið í góðu sambandi við aðstandendur bæjarhátíðarinnar í aðdraganda Lummudaga og búið hafi verið að úthluta þeim staðsetningunni með góðum fyrirvara. Erla segist líta á starfsemi sína sem þjónustu við minni bæjarfélög landsins því hún hafi yfirleitt lítið upp úr krafsinu af bæjarhátíðum sem þessum. Þjónustan sem hún veitir sé eins og best verður á kosið og að Partýkerrran hafi öll tilskilin vottorð frá yfirvöldum. Því sé hins vegar ekki að skipta hjá mörgum öðrum sölubásum á viðlíka hátíðum. „Það birtast einhverjir kúkalabbar sem eru hvorki með leyfi frá skipuleggjendum né heilbrigðiseftirlitinu og byrja að selja einhvern varning og það er auðvitað ekki í lagi,“ segir Erla og hvetur alla sem sækja slíkar hátíðir heim að kynna sér vel starfsemi þeirra sem verslað er við. Facebook-færsluna má sjá hér að neðan. Post by Elínborg Erla Ásgeirsdóttir.
Hestar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira