Refsingu fyrir þá sem ekki veita aðstoð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2014 19:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir ekkert hægt að aðhafast frekar í máli leikmanns Dalvíkur/Reynis sem veðjaði á tap síns liðs í vetur.Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, viðurkenndi í samtali við Fréttablaðið þann 5. júní síðastliðinn að leikmaður liðsins - sem þó hafi ekki tekið þátt í leiknum - hafi viðurkennt að hafa veðjað á minnst þriggja marka tap liðsins í leik gegn Þór í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar. Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði að þetta hafi komið honum opna skjöldu og óskaði eftir frekari upplýsingum frá félaginu. „Ég fékk einfaldlega þau viðbrögð að þau vissu af einum leikmanni, sem þó var ekki í leikmannahópi liðsins hvorki þá né nú, sem veðjaði á leikinn. En frekari upplýsingar fékk ég ekki.“ „Þetta mál kennir okkur að við þurfum að herða á okkar reglum og hugsanlega á þann máta að hægt sé að refsa einstaklingum eða félögum fyrir að veita ekki nægilegar upplýsingar.“ Hann segist þó ekki hafa nægilegar upplýsingar til að meta hvort málið hafi skaðað trúverðugleika Dalvíkur/Reynis en viðurkennir að mál sem þessi séu blettur á íslenskri knattspyrnu. „Þetta er sama vandamál og víðsvegar í Evrópu. Við þurfum að taka því - ekki aðeins knattspyrnuhreyfingin heldur löggjöfin og þeir sem fylgja henni eftir.“ „Það hafa komið upp samskonar mál á Norðurlöndunum og við þurfum að skoða þeirra regluverk mjög vel. Við þurfum að hafa heimildir til að geta refsað mönnum sem vilja ekki veita aðstoð í slíkum málum.“ Hann reiknar ekki með því að hægt verði að grípa til frekari aðgerða gegn Dalvík/Reyni. „Við höfum í raun litlar forsendur til að rannsaka málið enn frekar.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Undrast framkomu Dalvíkur/Reynis Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ undrast framkomu Dalvíkur/Reynis í tengslum við málefni leikmanns sem lagði pening undir gegn eigin liði. 5. júní 2014 22:15 Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. 6. júní 2014 07:15 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir ekkert hægt að aðhafast frekar í máli leikmanns Dalvíkur/Reynis sem veðjaði á tap síns liðs í vetur.Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, viðurkenndi í samtali við Fréttablaðið þann 5. júní síðastliðinn að leikmaður liðsins - sem þó hafi ekki tekið þátt í leiknum - hafi viðurkennt að hafa veðjað á minnst þriggja marka tap liðsins í leik gegn Þór í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar. Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði að þetta hafi komið honum opna skjöldu og óskaði eftir frekari upplýsingum frá félaginu. „Ég fékk einfaldlega þau viðbrögð að þau vissu af einum leikmanni, sem þó var ekki í leikmannahópi liðsins hvorki þá né nú, sem veðjaði á leikinn. En frekari upplýsingar fékk ég ekki.“ „Þetta mál kennir okkur að við þurfum að herða á okkar reglum og hugsanlega á þann máta að hægt sé að refsa einstaklingum eða félögum fyrir að veita ekki nægilegar upplýsingar.“ Hann segist þó ekki hafa nægilegar upplýsingar til að meta hvort málið hafi skaðað trúverðugleika Dalvíkur/Reynis en viðurkennir að mál sem þessi séu blettur á íslenskri knattspyrnu. „Þetta er sama vandamál og víðsvegar í Evrópu. Við þurfum að taka því - ekki aðeins knattspyrnuhreyfingin heldur löggjöfin og þeir sem fylgja henni eftir.“ „Það hafa komið upp samskonar mál á Norðurlöndunum og við þurfum að skoða þeirra regluverk mjög vel. Við þurfum að hafa heimildir til að geta refsað mönnum sem vilja ekki veita aðstoð í slíkum málum.“ Hann reiknar ekki með því að hægt verði að grípa til frekari aðgerða gegn Dalvík/Reyni. „Við höfum í raun litlar forsendur til að rannsaka málið enn frekar.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Undrast framkomu Dalvíkur/Reynis Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ undrast framkomu Dalvíkur/Reynis í tengslum við málefni leikmanns sem lagði pening undir gegn eigin liði. 5. júní 2014 22:15 Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. 6. júní 2014 07:15 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00
Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00
Undrast framkomu Dalvíkur/Reynis Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ undrast framkomu Dalvíkur/Reynis í tengslum við málefni leikmanns sem lagði pening undir gegn eigin liði. 5. júní 2014 22:15
Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. 6. júní 2014 07:15