Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2014 09:57 Arngrímur með fyrsta laxinn úr Langá í sumar mynd/golli Fyrsti veiðidagur sumarsins í Langá rann upp í morgun við frábær skilyrði og það tók ekki langann tíma að taka fyrsta laxinn. Það var enginn annar en Arngrímur Fannar Haraldssson, oft betur þekktur sem Addi Fannar í Skítamóral, sem tók fyrsta fiskinn á Breiðunni á Rauða Frances. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Arnar eða veiðifélaga hans Hörð Vilberg þar sem þeir eru staddir við árbakkann vonum við að veiðin sé þannig að það haldi þeim vel við efnið. Veiðin í Langá í fyrra var eins og alls staðar frábær en lítið vantaði uppá að áin næði 3000 laxa markinu sem hefði þá orðið í fyrsta skipti. Vel er fylgst með seiðabúskapnum í ánni og af rannsóknum síðustu tveggja ára fór sterkur árgangur til sjávar í fyrravor sem ætti að skila góðu sumri í ár. Áin býr svo vel að því að hafa vatnsmiðlun upp við Langavatn sem á þurrkaárum tryggir að hún haldi góðu vatni lengur. Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Laxveiðin góð í öllum landshlutum Veiði Ennþá ágæt veiði í Veiðivötnum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði
Fyrsti veiðidagur sumarsins í Langá rann upp í morgun við frábær skilyrði og það tók ekki langann tíma að taka fyrsta laxinn. Það var enginn annar en Arngrímur Fannar Haraldssson, oft betur þekktur sem Addi Fannar í Skítamóral, sem tók fyrsta fiskinn á Breiðunni á Rauða Frances. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Arnar eða veiðifélaga hans Hörð Vilberg þar sem þeir eru staddir við árbakkann vonum við að veiðin sé þannig að það haldi þeim vel við efnið. Veiðin í Langá í fyrra var eins og alls staðar frábær en lítið vantaði uppá að áin næði 3000 laxa markinu sem hefði þá orðið í fyrsta skipti. Vel er fylgst með seiðabúskapnum í ánni og af rannsóknum síðustu tveggja ára fór sterkur árgangur til sjávar í fyrravor sem ætti að skila góðu sumri í ár. Áin býr svo vel að því að hafa vatnsmiðlun upp við Langavatn sem á þurrkaárum tryggir að hún haldi góðu vatni lengur.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Laxveiðin góð í öllum landshlutum Veiði Ennþá ágæt veiði í Veiðivötnum Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði