Veiðikeppnin litla Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2014 20:06 SVFR, Veiðihornið og Veiðikortið efna til Veiðikeppninnar litlu um næstu helgi. Keppnin fer fram í þremur vötnum, í Elliðavatni, Þingvallavatni og Vífilsstaðavatni dagana 13. -15. júní. Keppt verður í tveggja manna liðum og ekki seinna vænna en að hringja í veiðifélagann og skrá sig til leiks! Hámarksliðafjöldi eru 10 lið. Allt er þetta til gamans gert en veittar verða viðurkenningar í fjölmörgum flokkum og auk heiðursins fær sigurliðið Varmá út af fyrir sig í einn dag að eigin vali. Veitt er á sex stangir í ánni og getur sigurliðið því boðið fjórum vinum með sér í skemmtilega veiði en sannkölluð tröll eru á sveimi í þessari nettu á. Allir keppendur fá Veiðikortið sem veitir þeim aðgang að 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið í allt sumar. Einnig nokkur vel valin leynivopn frá Veiðihorninu til að freista fiskanna í vötnunum þremur. Keppnin hefst kl. 16 í Elliðaárdalnum við skrifstofu SVFR þar sem liðin fá afhent keppnisgögn og leikreglur. Að því búnu bruna veiðimenn í fyrsta vatnið. Veiða verður frá bakka og eru veiðar af bát bannaðar. Til að skrá þátttöku senda liðin tölvupóst á ari@svfr.is þar sem fram koma nöfn liðsmanna og heiti liðs. Skipulag keppninnar er á þann veg að á föstudaginn er veitt í Elliðavatni, á laugardaginn í Þingvallavatni og á sunnudaginn í Vífilsstaðavatni. Til að tryggja sér sigur í keppninni þurfa veiðimenn að taka mynd af öllum veiddum fiskum ásamt málbandi sem staðfestir lengd þeirra en samanlagður fjöldi „veiddra sentimetra“ ræður úrslitum. Liðin verða að nota Facebook eða Foursquare til að staðfesta að veitt sé í viðkomandi vatni á réttum tíma eða sanna það með öðrum óyggjandi hætti. Veittar verða viðurkenningar fyrir stærsta fiskinn, minnsta fiskinn, flesta veidda fiska, girnilegasta nestið, bestu veiðimyndina og bestu veiðisöguna. Keppendur verða að skila veiðiskýrslu og myndum til skrifstofu SVFR eigi síðar en mánudaginn 16. júní. Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði
SVFR, Veiðihornið og Veiðikortið efna til Veiðikeppninnar litlu um næstu helgi. Keppnin fer fram í þremur vötnum, í Elliðavatni, Þingvallavatni og Vífilsstaðavatni dagana 13. -15. júní. Keppt verður í tveggja manna liðum og ekki seinna vænna en að hringja í veiðifélagann og skrá sig til leiks! Hámarksliðafjöldi eru 10 lið. Allt er þetta til gamans gert en veittar verða viðurkenningar í fjölmörgum flokkum og auk heiðursins fær sigurliðið Varmá út af fyrir sig í einn dag að eigin vali. Veitt er á sex stangir í ánni og getur sigurliðið því boðið fjórum vinum með sér í skemmtilega veiði en sannkölluð tröll eru á sveimi í þessari nettu á. Allir keppendur fá Veiðikortið sem veitir þeim aðgang að 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið í allt sumar. Einnig nokkur vel valin leynivopn frá Veiðihorninu til að freista fiskanna í vötnunum þremur. Keppnin hefst kl. 16 í Elliðaárdalnum við skrifstofu SVFR þar sem liðin fá afhent keppnisgögn og leikreglur. Að því búnu bruna veiðimenn í fyrsta vatnið. Veiða verður frá bakka og eru veiðar af bát bannaðar. Til að skrá þátttöku senda liðin tölvupóst á ari@svfr.is þar sem fram koma nöfn liðsmanna og heiti liðs. Skipulag keppninnar er á þann veg að á föstudaginn er veitt í Elliðavatni, á laugardaginn í Þingvallavatni og á sunnudaginn í Vífilsstaðavatni. Til að tryggja sér sigur í keppninni þurfa veiðimenn að taka mynd af öllum veiddum fiskum ásamt málbandi sem staðfestir lengd þeirra en samanlagður fjöldi „veiddra sentimetra“ ræður úrslitum. Liðin verða að nota Facebook eða Foursquare til að staðfesta að veitt sé í viðkomandi vatni á réttum tíma eða sanna það með öðrum óyggjandi hætti. Veittar verða viðurkenningar fyrir stærsta fiskinn, minnsta fiskinn, flesta veidda fiska, girnilegasta nestið, bestu veiðimyndina og bestu veiðisöguna. Keppendur verða að skila veiðiskýrslu og myndum til skrifstofu SVFR eigi síðar en mánudaginn 16. júní.
Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði