Veiðin búin að vera mjög góð á Þingvöllum og við Úlfljótsvatn Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2014 19:45 Margar fallegar bleikjur hafa veiðst í Þingvallavatni í sumar Mynd: Sigurður Grímsson Vatnaveiðin er komin á fullt og veiðin í flestum vötnum, sem við höfum verið að fá fregnir af, mjög góð og allt að því frábær. Það hefur verið múgur og margmenni suma daga við Þingvallavatn enda toga veiðisögur þeirra sem hafa veið að veiða vel marga aðra veiðihungraða að vatninu. Þeir sem þekkja vatnið vel og hafa veitt þar lengi segja að greinilegt sé að mun meira sé af bleikju í ár en síðustu 5-10 ár og í raun sé allur þjóðgarðurinn einn veiðistaður því bleikju sé að finna svo til í öllum víkum og stundum mikið af henni. Nokkrir veiðimenn hafa verið að gera feyknagóða veiði og eru staðfestar tölur til að mynda 30-40 bleikjur á einni kvöldstund en algengt er að heyra aflatölur 5-10 hjá mörgum veiðimönnum. Veiðimenn sem hafa lagt leið sína upp að Úlfljótsvatni hafa sömuleiðis lent í mjög góðri veiði og í raun ekkert mikið síðri en við þingvallavatn en algengt er að ná 5-10 bleikjur eftir um það bil hálfan dag í veiði. Vatnaveiðin er almennt best í júní og júlí svo það er um að gera að nýta tímann og ná sér í silung á grillið. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir og frétt af sinni veiði því við drögum í ágúst úr öllum innsendum fréttum og það eru glæsilegir vinningar í boði, þar á meðal veiðileyfi. Sendu póstinn á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði
Vatnaveiðin er komin á fullt og veiðin í flestum vötnum, sem við höfum verið að fá fregnir af, mjög góð og allt að því frábær. Það hefur verið múgur og margmenni suma daga við Þingvallavatn enda toga veiðisögur þeirra sem hafa veið að veiða vel marga aðra veiðihungraða að vatninu. Þeir sem þekkja vatnið vel og hafa veitt þar lengi segja að greinilegt sé að mun meira sé af bleikju í ár en síðustu 5-10 ár og í raun sé allur þjóðgarðurinn einn veiðistaður því bleikju sé að finna svo til í öllum víkum og stundum mikið af henni. Nokkrir veiðimenn hafa verið að gera feyknagóða veiði og eru staðfestar tölur til að mynda 30-40 bleikjur á einni kvöldstund en algengt er að heyra aflatölur 5-10 hjá mörgum veiðimönnum. Veiðimenn sem hafa lagt leið sína upp að Úlfljótsvatni hafa sömuleiðis lent í mjög góðri veiði og í raun ekkert mikið síðri en við þingvallavatn en algengt er að ná 5-10 bleikjur eftir um það bil hálfan dag í veiði. Vatnaveiðin er almennt best í júní og júlí svo það er um að gera að nýta tímann og ná sér í silung á grillið. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir og frétt af sinni veiði því við drögum í ágúst úr öllum innsendum fréttum og það eru glæsilegir vinningar í boði, þar á meðal veiðileyfi. Sendu póstinn á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði