Með hátt í 200 fiska eftir helgina á Skagaheiði Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2014 09:36 Vötnin á Skagaheiði geta oft gefið feyknagóða veiði Skagaheiðin er öll að koma til eftir hlýindi síðustu daga og um helgina var nokkuð af veiðimönnum við vötnin og flestir sem við heyrðum í að gera fína veiði. Nokkrir hóparnir voru að ná vel yfir 100 fiskum á land eftir helgina en mesta veiðin ver hjá hóp sem var við Ölvesvatn ásamt því að kíkja í nokkur önnur en þeir voru með um 200 fiska eftir helgina og veiddu jafnt á allt agn. Beitan gaf best en það var eins og fiskurinn væri mest í ætisleit við botninn og kom ekki mikið upp í flugurnar en þó aðeins. Bjarki Jónsson var í þessum hóp: "Við vorum ekkert sérstaklega duglegir enda var planið að hafa gaman við grillið líka. Þegar við vorum við vatnið var eins og þetta kæmi í bylgjum því það var kannski mjög rólegt í 2-3 tíma svo fór allt af stað og við mokuðum inn fiski í kannski klukkutíma svo datt taka niður aftur". Bjarki sagði jafnframt að það væri nokkuð áberandi hvað fiskurinn, eða hluti af honum, væri horaður en samt stútfullur af æti. Þeir vildu jafnframt koma á framfæri að það var afskaplegsa leiðinleg aðkoman að sumum veiðistöðunum eftir veiðimenn sem voru á svæðinu. Girni, sígarettustubbar, bjórdósir og annað rusl skilið eftir á svæðinu en Bjarki tók það jafnframt fram að þeir félagar hefðu tekið til hendinni og týnt upp all það drasl sem þeir fundu við þá veiðistaði sem þeir veiddu. Stangveiði Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Skagaheiðin er öll að koma til eftir hlýindi síðustu daga og um helgina var nokkuð af veiðimönnum við vötnin og flestir sem við heyrðum í að gera fína veiði. Nokkrir hóparnir voru að ná vel yfir 100 fiskum á land eftir helgina en mesta veiðin ver hjá hóp sem var við Ölvesvatn ásamt því að kíkja í nokkur önnur en þeir voru með um 200 fiska eftir helgina og veiddu jafnt á allt agn. Beitan gaf best en það var eins og fiskurinn væri mest í ætisleit við botninn og kom ekki mikið upp í flugurnar en þó aðeins. Bjarki Jónsson var í þessum hóp: "Við vorum ekkert sérstaklega duglegir enda var planið að hafa gaman við grillið líka. Þegar við vorum við vatnið var eins og þetta kæmi í bylgjum því það var kannski mjög rólegt í 2-3 tíma svo fór allt af stað og við mokuðum inn fiski í kannski klukkutíma svo datt taka niður aftur". Bjarki sagði jafnframt að það væri nokkuð áberandi hvað fiskurinn, eða hluti af honum, væri horaður en samt stútfullur af æti. Þeir vildu jafnframt koma á framfæri að það var afskaplegsa leiðinleg aðkoman að sumum veiðistöðunum eftir veiðimenn sem voru á svæðinu. Girni, sígarettustubbar, bjórdósir og annað rusl skilið eftir á svæðinu en Bjarki tók það jafnframt fram að þeir félagar hefðu tekið til hendinni og týnt upp all það drasl sem þeir fundu við þá veiðistaði sem þeir veiddu.
Stangveiði Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði