Audi vann Le Mans í 13. sinn Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 10:33 Audi R18 etron á fullri ferð í Le Mans um helgina. Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent