Nýjar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2014 17:23 Erlendur veiðimaður með fallegan lax úr Blöndu Nýjar veiðitölur detta inn á miðvikudagskvöldum á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og það er gaman að fylgjast með því hvernig gengur í ánum. Þessi byrjun í ár er þó heldur róleg, sérstaklega á Suðvestur- og Vesturlandi þrátt fyrir að snemmgengnir laxar hafi látið sjá sig í mörgum ánum. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést að Blanda trónir á toppnum, ekki bara hvað varðar fjölda heldur einnig veiði pr stöng en aðeins er veitt á 4 stangir þar eins og er. Kjarrá opnaði vel í vikunni en eftir því var tekið að lítið af laxinum var lúsugur og rólegt er yfir veiðinni í Brennunni og sömu sögu er að segja af hinum bakkanum en Straumarnir eru ekki ennþá farnir í gang. Haffjarðará opnaði í vikunni ásamt Fnjóská og á morgun hefst veiði í Laxá í Kjós, Elliðaánum, Ytri Rangá og nokkrum ám til viðbótar svo tímabilið fer að komast í fullan gang. Stór straumur er eftir viku og það er yfirleitt í kringum fyrsta strauminn sem stóru smálaxagöngurnar mæta og þá fara tölurnar hratt upp. Tölurnar eru fengnar af vef Landssambandi Veiðifélaga www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda18. 6. 20148842611Þverá + Kjarará18. 6. 201462143373Norðurá18. 6. 201461123351Haffjarðará18. 6. 20141762158Laxá í Leirársveit18. 6. 2014241006 Stangveiði Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Vilja svör vegna mengunarslyss Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Lifnar yfir veiði í Brúará Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði
Nýjar veiðitölur detta inn á miðvikudagskvöldum á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og það er gaman að fylgjast með því hvernig gengur í ánum. Þessi byrjun í ár er þó heldur róleg, sérstaklega á Suðvestur- og Vesturlandi þrátt fyrir að snemmgengnir laxar hafi látið sjá sig í mörgum ánum. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést að Blanda trónir á toppnum, ekki bara hvað varðar fjölda heldur einnig veiði pr stöng en aðeins er veitt á 4 stangir þar eins og er. Kjarrá opnaði vel í vikunni en eftir því var tekið að lítið af laxinum var lúsugur og rólegt er yfir veiðinni í Brennunni og sömu sögu er að segja af hinum bakkanum en Straumarnir eru ekki ennþá farnir í gang. Haffjarðará opnaði í vikunni ásamt Fnjóská og á morgun hefst veiði í Laxá í Kjós, Elliðaánum, Ytri Rangá og nokkrum ám til viðbótar svo tímabilið fer að komast í fullan gang. Stór straumur er eftir viku og það er yfirleitt í kringum fyrsta strauminn sem stóru smálaxagöngurnar mæta og þá fara tölurnar hratt upp. Tölurnar eru fengnar af vef Landssambandi Veiðifélaga www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda18. 6. 20148842611Þverá + Kjarará18. 6. 201462143373Norðurá18. 6. 201461123351Haffjarðará18. 6. 20141762158Laxá í Leirársveit18. 6. 2014241006
Stangveiði Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Vilja svör vegna mengunarslyss Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Lifnar yfir veiði í Brúará Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði