Aron og Arnór: Vorum svolítið skammaðir þegar við vorum yngri Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 17:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira