Fótbolti

Byrjunarlið Íslands klárt | Gylfi kemur inn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Theódór Elmar fær tækifærið í byrjunarliði Íslands.
Theódór Elmar fær tækifærið í byrjunarliði Íslands. Vísir/Daníel
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson birtu í kvöld byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Eistlandi á Laugardalsvelli á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið eftir að hafa glímt við meiðsli.

Gunnleifur Gunnleifsson byrjar í marki Íslands en ásamt honum fá Theodór Elmar Bjarnason og Hallgrímur Jónasson tækifæri í byrjunarliðinu. Theodór Elmar tekur sér stöðu í hægri bakverði en Hallgrímur byrjar við hlið Ragnars Sigurðssonar í miðverðinum.

Að lokum kemur Gylfi inn á miðjuna fyrir Viðar Örn Kjartansson og færir Birkir Bjarnason sig upp á topp í staðin.

Lars og Heimir halda sig við hefðbunda leikaðferð og stilla upp samkvæmt 4-4-2 leikkerfinu.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður

Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður

Theodór Elmar Bjarnason

Vinstri bakvörður

Ari Freyr Skúlason

Miðverðir

Ragnar Sigurðsson og Hallgrímur Jónasson

Hægri kantmaður

Rúrik Gíslason

Vinstri kantmaður

Emil Hallfreðsson

Tengiliðir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson

Framherjar

Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×