Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2014 16:41 Haraldur Eiríksson með stórlax Veiðifélagið Hreggnasi er eitt af þeim stærstu á markaðnum í dag og hafa þeir nokkrar af bestu ám landsins innan sinnan vébanda. Meðal veiðisvæða hjá þeim eru Laxá í Kjós, Grímsá, Laxá í Dölum, Korpa og fleiri en staðan á leyfum hjá þeim er þannig í dag að svo til vonlaust er að komast í sumar árnar. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er ánægður með gang mála. "Við erum mjög ánægðir með söluna hjá okkur og staðan er þannig núna að við eigum eina stöng eftir í Kjósinni, kannski nokkrar um miðjan september í einu holli í Grímsá og eitt holl í Laxá í Dölum, annað í þessum ám er bara farið". Einhverjar stengir eru lausar í Korpu í ágúst en það er geysilega skemmtilegur tími í ánni en þá er mest veitt á efri svæðunum sem eru mjög vanmetin en það er mikil áskorun að veiða þar efra því öll aðkoma að ánni verður að vera tekin í hljóðum skrefum. Einhverjar stangir voru lausar í Brynjudalsá í september en áin hefur oft verið í skugganum af Elliðaánum og Korpu þrátt fyrir að veiðin þar sé góð og aðeins er veitt á tvær stangir. "Almennt finnst okkur meiri jákvæðni vera komin í veiðina aftur, við finnum þetta bæði hjá okkur og félagar okkar í veiðibúðunum segja það sama" bætir Haraldur við. Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði
Veiðifélagið Hreggnasi er eitt af þeim stærstu á markaðnum í dag og hafa þeir nokkrar af bestu ám landsins innan sinnan vébanda. Meðal veiðisvæða hjá þeim eru Laxá í Kjós, Grímsá, Laxá í Dölum, Korpa og fleiri en staðan á leyfum hjá þeim er þannig í dag að svo til vonlaust er að komast í sumar árnar. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er ánægður með gang mála. "Við erum mjög ánægðir með söluna hjá okkur og staðan er þannig núna að við eigum eina stöng eftir í Kjósinni, kannski nokkrar um miðjan september í einu holli í Grímsá og eitt holl í Laxá í Dölum, annað í þessum ám er bara farið". Einhverjar stengir eru lausar í Korpu í ágúst en það er geysilega skemmtilegur tími í ánni en þá er mest veitt á efri svæðunum sem eru mjög vanmetin en það er mikil áskorun að veiða þar efra því öll aðkoma að ánni verður að vera tekin í hljóðum skrefum. Einhverjar stangir voru lausar í Brynjudalsá í september en áin hefur oft verið í skugganum af Elliðaánum og Korpu þrátt fyrir að veiðin þar sé góð og aðeins er veitt á tvær stangir. "Almennt finnst okkur meiri jákvæðni vera komin í veiðina aftur, við finnum þetta bæði hjá okkur og félagar okkar í veiðibúðunum segja það sama" bætir Haraldur við.
Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði