Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Anton Ingi Leifsson á Laugardagsvelli skrifar 4. júní 2014 22:03 Ögmundur Kristinsson stóð vakt sína vel í seinni hálfleik Vísir/Daníel Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. „Þetta var aðeins meiri stressandi en ég bjóst við, en þetta var gaman. Ég er stoltur fyrir að hafa fengið að spila og þakka landsliðsþjálfurunum traustið. Vonandi getur maður sýnt sitt rétta andlit áfram í þessu," sagði Ögmundur við fjölmiðla í leikslok. Ögmundur varði vel í upphafi síðari hálfleiks og sagði hann það hafa hjálpað honum. „Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að verja vel í byrjun. Helvítið á honum hitti beint í punginn á mér, það var kannski aðeins verra. En jú, þetta var mikilvægt." „Þá er það bara að stefna hærra og reyna að taka fyrsta sætið í liðinu. Það er samkeppni hjá mér, Gunnleifi og Hannesi og fleirum, en við erum einnig góðir félagar utan vallar og þetta er bara heilsteypt samkeppni." „Það var smá bras á þessu. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og á pappírunum, en við hefðum kannski getað útfært þetta aðeins betur." Ögmundur hefur staðið sig vel á tímabilinu og fékk verðskuldað tækifæri í íslenska liðinu í kvöld. „Það var hundfúlt að tapa gegn KR áður en maður kom hingað og maður var alveg að ströggla eftir þann leik, stutt á milli leikja og svona. Það er frábært að koma í landsliðið og góðir strákar og gaman að vera með þeim. Þetta kryddar klárlega upp á sumarið og gaman að koma á æfingar, hátt tempó og svona." „Það er öðruvísi að koma inná í hálfleik. Maður er ekki vanur því og það var gott að fá þessa "power" upphitun áður en maður kom inn." Ögmundur kvaðst vera búinn að taka lagið fyrir strákana, en það er hluti af nýliðavígslunni í landsliðinu. „Já ég er búin að því, en það er dálítið langt síðan," og aðspurður hvaða lag hann hafi sungið var Ögmundur ekki alveg viss. „Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en ég gerði það í Frakklandi fyrir mörgum árum," svaraði kampakátur Ögmundur í leikslok. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58 Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. „Þetta var aðeins meiri stressandi en ég bjóst við, en þetta var gaman. Ég er stoltur fyrir að hafa fengið að spila og þakka landsliðsþjálfurunum traustið. Vonandi getur maður sýnt sitt rétta andlit áfram í þessu," sagði Ögmundur við fjölmiðla í leikslok. Ögmundur varði vel í upphafi síðari hálfleiks og sagði hann það hafa hjálpað honum. „Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að verja vel í byrjun. Helvítið á honum hitti beint í punginn á mér, það var kannski aðeins verra. En jú, þetta var mikilvægt." „Þá er það bara að stefna hærra og reyna að taka fyrsta sætið í liðinu. Það er samkeppni hjá mér, Gunnleifi og Hannesi og fleirum, en við erum einnig góðir félagar utan vallar og þetta er bara heilsteypt samkeppni." „Það var smá bras á þessu. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og á pappírunum, en við hefðum kannski getað útfært þetta aðeins betur." Ögmundur hefur staðið sig vel á tímabilinu og fékk verðskuldað tækifæri í íslenska liðinu í kvöld. „Það var hundfúlt að tapa gegn KR áður en maður kom hingað og maður var alveg að ströggla eftir þann leik, stutt á milli leikja og svona. Það er frábært að koma í landsliðið og góðir strákar og gaman að vera með þeim. Þetta kryddar klárlega upp á sumarið og gaman að koma á æfingar, hátt tempó og svona." „Það er öðruvísi að koma inná í hálfleik. Maður er ekki vanur því og það var gott að fá þessa "power" upphitun áður en maður kom inn." Ögmundur kvaðst vera búinn að taka lagið fyrir strákana, en það er hluti af nýliðavígslunni í landsliðinu. „Já ég er búin að því, en það er dálítið langt síðan," og aðspurður hvaða lag hann hafi sungið var Ögmundur ekki alveg viss. „Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en ég gerði það í Frakklandi fyrir mörgum árum," svaraði kampakátur Ögmundur í leikslok.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58 Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58
Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56