Gylfi: Hefðum sett meiri hraða í leikinn Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 4. júní 2014 22:14 Gylfi Þór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason fara yfir málin í leiknum. Vísir/Andri Marinó Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld. Hann sagði þó íslenska liðið eiga mikið inni. „Það er alltaf gott að halda hreinu. Hefði þetta verið alvöru leikur hefðum við sett miklu meiri hraða í leikinn," sagði Gylfi við fjölmiðla. Leikurinn var síðasti undirbúningsleikur Íslands áður en undankeppni Evrópumótsins hefst næsta haust. „Það var gott að koma saman hópurinn. Við náðum að fara yfir fullt af hlutum síðustu tíu daga og það var fínt." „Það var mikilvægt fyrir flesta að koma heilir út úr leiknum. Ég er aðeins búinn að æfa þrisvar sinnum síðasta mánuðinn og það var mikilvægt að komast út úr þessu heill heilsu. Núna getur maður tekið smá frí áður en maður byrjar aftur." Voru Eistar betri en Íslendingar bjuggust við? „Ég held að við höfum verið aðeins slappari en við bjuggumst við. Ef allir okkar menn hefðu verið á miðju tímabili þá hefðum við valtað yfir þetta lið." „Það var kjörið tækifæri fyrir að gefa öðrum mönnum tækifæri, þeim sem hafa verið við hópinn. Ég held að það hafi verið tveir sem voru að spila sinn fyrsta landsleik og það er jákvætt." Næsti leikur er í undankeppninni gegn Tyrkjum. Aðspurður hvort Gylfi hefði verið til í einn æfingarleik í viðbót var Gylfi ekki alveg viss. „Auðvitað hefði verið fínt að fá einn leik í viðbót, en ég held að við höfum náð að fara yfir það sem við vildum á fundunum í Austurríki og hér heima þannig ég held að þetta sé bara fínt," sagði Gylfi Sigurðsson í leikslok. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58 Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. 4. júní 2014 22:03 Ari Freyr: Alveg búinn á því Ari Freyr Skúlason var ekki ánæðgur með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 4. júní 2014 22:22 Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56 Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi "Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. 4. júní 2014 22:10 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld. Hann sagði þó íslenska liðið eiga mikið inni. „Það er alltaf gott að halda hreinu. Hefði þetta verið alvöru leikur hefðum við sett miklu meiri hraða í leikinn," sagði Gylfi við fjölmiðla. Leikurinn var síðasti undirbúningsleikur Íslands áður en undankeppni Evrópumótsins hefst næsta haust. „Það var gott að koma saman hópurinn. Við náðum að fara yfir fullt af hlutum síðustu tíu daga og það var fínt." „Það var mikilvægt fyrir flesta að koma heilir út úr leiknum. Ég er aðeins búinn að æfa þrisvar sinnum síðasta mánuðinn og það var mikilvægt að komast út úr þessu heill heilsu. Núna getur maður tekið smá frí áður en maður byrjar aftur." Voru Eistar betri en Íslendingar bjuggust við? „Ég held að við höfum verið aðeins slappari en við bjuggumst við. Ef allir okkar menn hefðu verið á miðju tímabili þá hefðum við valtað yfir þetta lið." „Það var kjörið tækifæri fyrir að gefa öðrum mönnum tækifæri, þeim sem hafa verið við hópinn. Ég held að það hafi verið tveir sem voru að spila sinn fyrsta landsleik og það er jákvætt." Næsti leikur er í undankeppninni gegn Tyrkjum. Aðspurður hvort Gylfi hefði verið til í einn æfingarleik í viðbót var Gylfi ekki alveg viss. „Auðvitað hefði verið fínt að fá einn leik í viðbót, en ég held að við höfum náð að fara yfir það sem við vildum á fundunum í Austurríki og hér heima þannig ég held að þetta sé bara fínt," sagði Gylfi Sigurðsson í leikslok.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58 Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. 4. júní 2014 22:03 Ari Freyr: Alveg búinn á því Ari Freyr Skúlason var ekki ánæðgur með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 4. júní 2014 22:22 Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56 Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi "Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. 4. júní 2014 22:10 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58
Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. 4. júní 2014 22:03
Ari Freyr: Alveg búinn á því Ari Freyr Skúlason var ekki ánæðgur með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 4. júní 2014 22:22
Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56
Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi "Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. 4. júní 2014 22:10