Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2014 10:28 Fyrstu laxar sumarsins komu á land í morgun í Norðurá og Blöndu en nokkuð af laxi virðist vera á stöðunum neðan Laxfoss sem samkvæmt reyndra manna við Norðurá veit á gott sumar. Gott vatn er í Norðurá og Blöndu en sú síðarnefnda er lítið lituð sem þýðir að hún á bara eftir að verða tærari þegar líður á júní og það er yfirleitt vísir að góðri veiði svo framarlega sem göngur séu góðar. Það sem veiðimenn vonast eftir er jafnvægi milli rigninga og sólar í sumar en síðasta sumar var úrkoma vel yfir meðallagi og árnar í góðu vatni framanaf en voru fljótar í flóð þegar aðeins leið á ágúst. Síðan er það hin hliðin þegar sumrin verða mjög sólrík og árnar vatnslitlar, þá er veiðin oft afskaplega léleg þó ekki vanti laxinn í árnar en við skilyrði sem skapast í litlu og hlýju sumarvatni er erfitt að fá laxinn til að taka fluguna. Tímabilið er hafið og framundan vonandi gott aflasumar. Stangveiði Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði
Fyrstu laxar sumarsins komu á land í morgun í Norðurá og Blöndu en nokkuð af laxi virðist vera á stöðunum neðan Laxfoss sem samkvæmt reyndra manna við Norðurá veit á gott sumar. Gott vatn er í Norðurá og Blöndu en sú síðarnefnda er lítið lituð sem þýðir að hún á bara eftir að verða tærari þegar líður á júní og það er yfirleitt vísir að góðri veiði svo framarlega sem göngur séu góðar. Það sem veiðimenn vonast eftir er jafnvægi milli rigninga og sólar í sumar en síðasta sumar var úrkoma vel yfir meðallagi og árnar í góðu vatni framanaf en voru fljótar í flóð þegar aðeins leið á ágúst. Síðan er það hin hliðin þegar sumrin verða mjög sólrík og árnar vatnslitlar, þá er veiðin oft afskaplega léleg þó ekki vanti laxinn í árnar en við skilyrði sem skapast í litlu og hlýju sumarvatni er erfitt að fá laxinn til að taka fluguna. Tímabilið er hafið og framundan vonandi gott aflasumar.
Stangveiði Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði