Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2014 11:18 Ásgeir Heiðar með 88 sm lax við opnun Elliðaánna í fyrra Mynd: www.svfr.is Það er alltaf beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu löxunum sem mæta í Elliðaárnar og við getum staðfest að hann er mættur þetta sumarið nokkuð á undan áætlun. Við fengum staðfest frá Kjartani Inga Lorange hjá Veiðihúsinu að hann sá bjarta nýgengna laxa á Breiðunni og Ásgeir Heiðar leiðsögumaður staðfesti við hann áðan að hann hefði líka sé laxa stökkva á þessum þekkta veiðistað. Elliðaárnar opna ekki fyrr en eftir tvær vikur svo það er alveg mögulegt, verði nokkuð regluleg ganga af þessum snemmgengnu löxum, að veiðivon verði víða í ánni við opnun þó svo að mesta spennan sé alltaf mest í kringum fyrstu köstin í Sjávarfoss. Eftir líflega opnun í Norðurá þar sem fimm laxar eru staðfestir á land, og nokkuð fleiri en það hafa sloppið, virðist sem laxinn komi bæði vel haldin og nokkuð á undan tíma í árnar. Þetta gæti verið einhver vísbending um að ástand sjávar hafi verið laxinum hagstætt og það megi búast við góðu veiðisumri í ár eins og í fyrra. Verði það raunin að gott veiðisumar sé í vændum er ekki seinna vænna að tryggja sér leyfi því samkvæmt fréttum frá veiðileyfasölum landsins er salan mun betri núna en í fyrra. Það er þess vegna ekki mikið eftir af leyfum og það lítur út fyrir að það verði uppselt í flestar bestu árnar. Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði
Það er alltaf beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu löxunum sem mæta í Elliðaárnar og við getum staðfest að hann er mættur þetta sumarið nokkuð á undan áætlun. Við fengum staðfest frá Kjartani Inga Lorange hjá Veiðihúsinu að hann sá bjarta nýgengna laxa á Breiðunni og Ásgeir Heiðar leiðsögumaður staðfesti við hann áðan að hann hefði líka sé laxa stökkva á þessum þekkta veiðistað. Elliðaárnar opna ekki fyrr en eftir tvær vikur svo það er alveg mögulegt, verði nokkuð regluleg ganga af þessum snemmgengnu löxum, að veiðivon verði víða í ánni við opnun þó svo að mesta spennan sé alltaf mest í kringum fyrstu köstin í Sjávarfoss. Eftir líflega opnun í Norðurá þar sem fimm laxar eru staðfestir á land, og nokkuð fleiri en það hafa sloppið, virðist sem laxinn komi bæði vel haldin og nokkuð á undan tíma í árnar. Þetta gæti verið einhver vísbending um að ástand sjávar hafi verið laxinum hagstætt og það megi búast við góðu veiðisumri í ár eins og í fyrra. Verði það raunin að gott veiðisumar sé í vændum er ekki seinna vænna að tryggja sér leyfi því samkvæmt fréttum frá veiðileyfasölum landsins er salan mun betri núna en í fyrra. Það er þess vegna ekki mikið eftir af leyfum og það lítur út fyrir að það verði uppselt í flestar bestu árnar.
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði