Stóru málin: Tekist á um húsnæðisvandann Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 20:00 Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent