Sölvi Geir: Ætla að vinna sætið mitt aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 22:00 Sölvi Geir Ottesen er í góðu formi eftir að spila reglulega í Rússlandi. Vísir/arnþór Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09