Umdeild teikning í Fréttablaðinu Bjarki Ármannsson skrifar 31. maí 2014 13:46 Ólafur segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á skopmynd Gunnars. Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent