Nú klukkan sex um kvöld mælist kjörsókn í Reykjavík 39,72 prósent. Í Kópavogi mældist kjörsókn 39,9 prósent á sama tíma. Kjörsókn í þessum tveimur stærstu bæjarfélögum er talsvert minni en í síðustu sveitastjórnarkosningum árið 2010.
Á þessum sama tíma fyrir fjórum árum mældist 52,6 prósent kjörsókn í höfuðborginni og 50,2 prósent í Kópavogi.
Þessu er þó ekki eins háttað alls staðar um land og má sem dæmi nefna að klukkan tíu mínútur í sex höfðu 1.978 manns greitt atkvæði í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem gerir 65,89 prósent kjörsókn.

