"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. maí 2014 19:08 Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum. Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum.
Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46