Fótbolti

Lars og Heimir völdu fjóra nýliða

Tómas Þór Þórðarson í Laugardalnum skrifar
Lars og Heimir stýra Íslandi saman og hér eru þeir á blaðamannafundinum í dag.
Lars og Heimir stýra Íslandi saman og hér eru þeir á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum.

Ísland mætir Austurríki ytra á föstudaginn eftir viku og spilar svo við Eistland á Laugardalsvellinum miðvikudaginn 4. júní.

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2016 sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli með Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi, Kasakstan og Lettlandi.

Það eru fjórir nýliðar í hópnum. Ögmundur Kristinsson, Hörður B. Magnússon, Viðar Örn Kjartansson og Kristján Gauti Emilsson.

Ögmundur hefur reyndar verið í leikmannahópi Íslands áður en á enn eftir að spila landsleik.

Hópurinn:

Markverðir:

Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik

Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf

Ögmundur Kristinsson, Fram*

                              

Varnarmenn 

Birkir Már Sævarsson, SK Brann*

Ragnar Sigurðsson, FK Krasnodar

Kári Árnason, Rotherham United

Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FC Ural

Ari Freyr Skúlason, OB

Theodór Elmar Bjarnason, Randers

Hallgrímur Jónasson, Sönderjyske

Hörður B. Magnússon, Spezia Calcio***

                              

Miðjumenn

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC

Emil Hallfreðsson, Hellas Verona

Helgi Valur Daníelsson, CF OS Belenenses

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ

Birkir Bjarnason, Sampdoria

Rúrik Gíslason, FC København

Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham Hotspur FC

Sóknarmenn 

Kolbeinn Sigþórsson, Ajax FC

Jón Daði Böðvarsson, Viking FK

Halldór Orri Björnsson, Falkenbergs FF**

Viðar Kjartansson, Vålerenga*

Kristján Gauti Emilsson, FH**

* Eru aðeins í leiknum gegn Austurríki 30. maí

**Eru aðeins í leiknum gegn Eistlandi 4. júní

***Er aðeins í leiknum gegn Eistlandi ef Spezia kemst ekki í umspil

Heimir Hallgrímsson.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×