Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 21:30 Hreiðar Eiríksson styður ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina. „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira