Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 21:30 Hreiðar Eiríksson styður ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina. „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
„Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira