Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2014 17:23 Umgengnin við Elliðavatn er oft á tíðum ekki góð Mynd: Ingimundur Bergsson Nú síðustu dagana hefur verið eftir því tekið hvað umgengni hefur batnað við bakka Þingvallavatns en á sama tíma hefur sjaldan verið jafn illa gengið um við Elliðavatn. Það hefur verið talað um þetta leiðindarmál á hverju vori í nokkur ár og það er afskaplega leiðinlegt að sjá tómar bjórdósir, gosflöskur, nammibréf, sígarettustubba og annað drasl á víð og dreif við þessa perlu Reykjavíkur. Það er ekki hægt að benda á neinn í þessu máli nema þá veiðimenn sem veiða við vatnið enda er mesta draslið við þekkta veiðistaði. Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu var á ferð við vatnið fyrir stuttu og tók mynd af drasli sem hann týndi við Riðhól. Þegar bakkinn er gengin frá brú við Helluvatn og meðfram bakkanum má sjá drasl víða en það má líka sjá veiðimenn sem láta sér annt um þetta fallega vatn með poka af drasli sem þeir hafa tínt upp eftir aðra. Þetta er svona við mörg vötn og það þarf klárlega að fara í átak í þessum málum. Það fer að verða hluti af hverjum veiðitúr að taka upp drasl sem aðrir hafa skilið eftir sig en þegar þetta verður hluti af umræðu ,sbr. þegar mönnum blöskraði umgengnin við Þingvallavatn, taka veiðimenn sig saman um að bæta úr þessum málum. Það er veiðimönnum og unnendum náttúru landsins til sóma. Stangveiði Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði
Nú síðustu dagana hefur verið eftir því tekið hvað umgengni hefur batnað við bakka Þingvallavatns en á sama tíma hefur sjaldan verið jafn illa gengið um við Elliðavatn. Það hefur verið talað um þetta leiðindarmál á hverju vori í nokkur ár og það er afskaplega leiðinlegt að sjá tómar bjórdósir, gosflöskur, nammibréf, sígarettustubba og annað drasl á víð og dreif við þessa perlu Reykjavíkur. Það er ekki hægt að benda á neinn í þessu máli nema þá veiðimenn sem veiða við vatnið enda er mesta draslið við þekkta veiðistaði. Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu var á ferð við vatnið fyrir stuttu og tók mynd af drasli sem hann týndi við Riðhól. Þegar bakkinn er gengin frá brú við Helluvatn og meðfram bakkanum má sjá drasl víða en það má líka sjá veiðimenn sem láta sér annt um þetta fallega vatn með poka af drasli sem þeir hafa tínt upp eftir aðra. Þetta er svona við mörg vötn og það þarf klárlega að fara í átak í þessum málum. Það fer að verða hluti af hverjum veiðitúr að taka upp drasl sem aðrir hafa skilið eftir sig en þegar þetta verður hluti af umræðu ,sbr. þegar mönnum blöskraði umgengnin við Þingvallavatn, taka veiðimenn sig saman um að bæta úr þessum málum. Það er veiðimönnum og unnendum náttúru landsins til sóma.
Stangveiði Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði