Ákæran gæti gert fólki erfiðara fyrir að sækja bætur Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 14:38 Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir að nýleg ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi geti leitt til þess að þolendur læknamistaka muni eiga erfitt verk fyrir höndum, ætli þeir sér að sækja bætur frá ríkinu. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum enda komi hún til með að hafa víðtæk áhrif. Halldór Halldórsson lögmaður hefur rekið mál fyrir fjölmarga einstaklinga sem freista þess að sækja rétt sinn vegna læknamistaka. „Læknamistakamál er sá málaflokkur innan skaðabótaréttar þar sem það kann að reynast tjónþolum hvað erfiðast að sanna hina skaðabótaskyldu háttsemi og orsakatengsl milli hennar og tjónsins,“ segir Halldór. „Því þurfa tjónþolar, eðli málsins samkvæmt, að treysta talsvert á skráningu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir þurfa að treysta því að hún sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þó maður vilji ekki ætla neinum heilbrigðisstarfsmanni að breiða yfir mistök, þá gefur það auga leið að hugsanleg ákæra gæti dregið úr hvata til að greina nákvæmlega frá því ef eitthvað fer aflaga, til dæmis við aðgerð eða aðra meðhöndlun.“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunafræðinga sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann óttaðist að ákæran leiddi til þess heilbrigðisstarfsmenn myndu í framtíðinni reyna að hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregin fyrir dóm. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál,“ segir Halldór. „Ef fagmenn á þessu sviði telja sjálfir að þetta sé hættan, þá eru meiri líkur á því að tjónþoli þurfi að hafa verulegar áhyggjur af því að skráning sjúkraskráa gæti verið eitthvað röng og mögulega fölsuð ef þess ber undir. Ég hef verið með mál þar sem tjónþolar hafa kannski verið nýbúnir að ganga undir aðgerð og eru kannski ekki í þannig ástandi að geta greint nákvæmlega frá hvað gerist í aðgerðinni. Því þurfa þeir að treysta á að það sem kemur fram í sjúkraskrám sé sannleikanum samkvæmt. Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Lögmaður segir að nýleg ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi geti leitt til þess að þolendur læknamistaka muni eiga erfitt verk fyrir höndum, ætli þeir sér að sækja bætur frá ríkinu. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum enda komi hún til með að hafa víðtæk áhrif. Halldór Halldórsson lögmaður hefur rekið mál fyrir fjölmarga einstaklinga sem freista þess að sækja rétt sinn vegna læknamistaka. „Læknamistakamál er sá málaflokkur innan skaðabótaréttar þar sem það kann að reynast tjónþolum hvað erfiðast að sanna hina skaðabótaskyldu háttsemi og orsakatengsl milli hennar og tjónsins,“ segir Halldór. „Því þurfa tjónþolar, eðli málsins samkvæmt, að treysta talsvert á skráningu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir þurfa að treysta því að hún sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þó maður vilji ekki ætla neinum heilbrigðisstarfsmanni að breiða yfir mistök, þá gefur það auga leið að hugsanleg ákæra gæti dregið úr hvata til að greina nákvæmlega frá því ef eitthvað fer aflaga, til dæmis við aðgerð eða aðra meðhöndlun.“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunafræðinga sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann óttaðist að ákæran leiddi til þess heilbrigðisstarfsmenn myndu í framtíðinni reyna að hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregin fyrir dóm. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál,“ segir Halldór. „Ef fagmenn á þessu sviði telja sjálfir að þetta sé hættan, þá eru meiri líkur á því að tjónþoli þurfi að hafa verulegar áhyggjur af því að skráning sjúkraskráa gæti verið eitthvað röng og mögulega fölsuð ef þess ber undir. Ég hef verið með mál þar sem tjónþolar hafa kannski verið nýbúnir að ganga undir aðgerð og eru kannski ekki í þannig ástandi að geta greint nákvæmlega frá hvað gerist í aðgerðinni. Því þurfa þeir að treysta á að það sem kemur fram í sjúkraskrám sé sannleikanum samkvæmt. Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00