Segja kostnaðarreikninga ekki liggja fyrir Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. maí 2014 19:06 VÍSIR/STEFÁN Aðeins sex af fimmtán frambjóðendum sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa skilað upplýsingum til Ríkisendurskoðunar um kostnað vegna prófkjörs. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogi. Prófkjörið var haldið 8. febrúar en samkvæmt lögum skal skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar eigi síðar en þremur mánuðum eftir prófkjör hafi kostnaður farið yfir 400 þúsund krónur. Hafi kostnaðurinn verið minni er þó mælst til þess að frambjóðendur sendi yfirlýsingu um slíkt. Meðal þeirra sem ekki hafa hvorki skilað uppgjöri né yfirlýsingu eru Ármanna Kr. Ólafsson, oddviti flokksins og Margrét Friðriksdóttir sem skipar annað sætið. Ármann sagði í samtalið við bæjarblaðið að sótt hefði verið um frest til að skila inn gögnum. Endanlegir kostnaðarreikningar og styrkir hefðu enn ekki skilað sér. Hann segir þó ljóst að kostnaðurinn sé innan tilskilinna marka. Samkvæmt lögum mega frambjóðendur í Kópavogi nota mest eina milljón króna til prófkjörs. Margrét segir tímann sem gefinn sé til að ganga frá uppgjörinu einfaldlega of stuttan enda algengt að frambjóðendur nái ekki að skila innan settra viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram á fréttasíðunni Kópavogsfréttum. Hún segir í raun algengara en ekki að uppgjör dragist fram yfir tímamörk. Hvað hana varði séu ennþá ófrágengin loforð um stuðning við framboð og því ekki ljóst hver endanleg niðurstaða verði. Hún muni senda ríkisendurskoðun uppgjörið um leið og það liggur fyrir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Aðeins sex af fimmtán frambjóðendum sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa skilað upplýsingum til Ríkisendurskoðunar um kostnað vegna prófkjörs. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogi. Prófkjörið var haldið 8. febrúar en samkvæmt lögum skal skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar eigi síðar en þremur mánuðum eftir prófkjör hafi kostnaður farið yfir 400 þúsund krónur. Hafi kostnaðurinn verið minni er þó mælst til þess að frambjóðendur sendi yfirlýsingu um slíkt. Meðal þeirra sem ekki hafa hvorki skilað uppgjöri né yfirlýsingu eru Ármanna Kr. Ólafsson, oddviti flokksins og Margrét Friðriksdóttir sem skipar annað sætið. Ármann sagði í samtalið við bæjarblaðið að sótt hefði verið um frest til að skila inn gögnum. Endanlegir kostnaðarreikningar og styrkir hefðu enn ekki skilað sér. Hann segir þó ljóst að kostnaðurinn sé innan tilskilinna marka. Samkvæmt lögum mega frambjóðendur í Kópavogi nota mest eina milljón króna til prófkjörs. Margrét segir tímann sem gefinn sé til að ganga frá uppgjörinu einfaldlega of stuttan enda algengt að frambjóðendur nái ekki að skila innan settra viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram á fréttasíðunni Kópavogsfréttum. Hún segir í raun algengara en ekki að uppgjör dragist fram yfir tímamörk. Hvað hana varði séu ennþá ófrágengin loforð um stuðning við framboð og því ekki ljóst hver endanleg niðurstaða verði. Hún muni senda ríkisendurskoðun uppgjörið um leið og það liggur fyrir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira