Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. maí 2014 10:19 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Ákvæðið sem notað var til þess að ákæra hjúkrunarfræðing á Landspítalanum fyrir manndráp af gáleysi gegn á jafnt við um alla, óháð starfsstétt og stöðu. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari lagði í síðustu viku fram ákæru á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar spítalans fyrir manndráp af gáleysi. Málið á rætur sínar að rekja til atviks sem átti sér stað árið 2012 sem varð til þess að maður lést. Ríkissaksóknari ákvað leggja fram ákæru í málinu, þrátt fyrir að ekkja mannsins sem lést hafi ekki viljað kæra. Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða rútubílstjóra, flugmann, skipstjóra, verkstjóra, lækni, hjúkrunarfræðing eða einhvern annan. Greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun og lítilfjörlegu gáleysi sem ekki getið orðið grundvöllur refsiábyrgðar. Í sakamálalögum er fjallað um ástæður sem leitt geta til þess að fallið sé frá því að sakamál sé höfðað þrátt fyrir að saksóknari telji málið líklegt til sakfellis. Í máli hjúkrunarfræðingsins og spítalans hafi engin þeirra atriða verið talin skipta máli. Meðal þess sem talið er upp í ákvæðinu er að ef sá sem kærður er og sá sem fyrir brotinu varð hafi komist að samkomulagi og hinn kærði hafi efnt það fyrri sitt leyti. Ef brot hefur valdið þeim sem kærður er óvenjulega miklum þjáningum eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því má falla frá saksókn, enda telja almannahagsmunir ekki að málið verið höfðað. Ákæran á hendur hjúkrunarfræðingnum og spítalanum er sú fyrsta af þessu tagi. Ákæran er mikið áfall fyrir starfsfólk spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði ákæruna vonbrigði. Í opinni öryggismenningu ættu heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer. Allt sem dragi úr vilja þeirra eða getu til þess sé afturför. Ákæran sé einnig vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall. Mál sem ákæruvaldið hefur haft til meðferðar og varða ætluð refsiverð brot starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni hafa verið fátíð að því er fram kemur á vefsíðu ríkissaksóknara. Sönnunarstaðan í þeim málum sem þó hafa borist hafi verið þannig að málin voru felld niður á grundvelli sönnunarskorts. Markmiðið með ákvæðinu um manndráp af gáleysi sé að knýja menn til aukinnar aðgæslu innan sanngjarna marka. Ástæður aðgæsluskort skipti yfirleitt ekki máli við ákvörðun um hvort brot hafi verið framið. Hins vegar geti það haft áhrif þegar ákvörðun um refsingu er tekin. Flest mál sem hafa verið til meðferðar vegna manndráps af gáleysi eru vegna atvika í umferðinni. Fyrir liggja dómar Hæstaréttar og meðal þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eru rútubílstjóri, vörubifreiðarstjóri, strætisvagnstjóri og skólabílstjóri. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Ákvæðið sem notað var til þess að ákæra hjúkrunarfræðing á Landspítalanum fyrir manndráp af gáleysi gegn á jafnt við um alla, óháð starfsstétt og stöðu. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari lagði í síðustu viku fram ákæru á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar spítalans fyrir manndráp af gáleysi. Málið á rætur sínar að rekja til atviks sem átti sér stað árið 2012 sem varð til þess að maður lést. Ríkissaksóknari ákvað leggja fram ákæru í málinu, þrátt fyrir að ekkja mannsins sem lést hafi ekki viljað kæra. Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða rútubílstjóra, flugmann, skipstjóra, verkstjóra, lækni, hjúkrunarfræðing eða einhvern annan. Greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun og lítilfjörlegu gáleysi sem ekki getið orðið grundvöllur refsiábyrgðar. Í sakamálalögum er fjallað um ástæður sem leitt geta til þess að fallið sé frá því að sakamál sé höfðað þrátt fyrir að saksóknari telji málið líklegt til sakfellis. Í máli hjúkrunarfræðingsins og spítalans hafi engin þeirra atriða verið talin skipta máli. Meðal þess sem talið er upp í ákvæðinu er að ef sá sem kærður er og sá sem fyrir brotinu varð hafi komist að samkomulagi og hinn kærði hafi efnt það fyrri sitt leyti. Ef brot hefur valdið þeim sem kærður er óvenjulega miklum þjáningum eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því má falla frá saksókn, enda telja almannahagsmunir ekki að málið verið höfðað. Ákæran á hendur hjúkrunarfræðingnum og spítalanum er sú fyrsta af þessu tagi. Ákæran er mikið áfall fyrir starfsfólk spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði ákæruna vonbrigði. Í opinni öryggismenningu ættu heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer. Allt sem dragi úr vilja þeirra eða getu til þess sé afturför. Ákæran sé einnig vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall. Mál sem ákæruvaldið hefur haft til meðferðar og varða ætluð refsiverð brot starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni hafa verið fátíð að því er fram kemur á vefsíðu ríkissaksóknara. Sönnunarstaðan í þeim málum sem þó hafa borist hafi verið þannig að málin voru felld niður á grundvelli sönnunarskorts. Markmiðið með ákvæðinu um manndráp af gáleysi sé að knýja menn til aukinnar aðgæslu innan sanngjarna marka. Ástæður aðgæsluskort skipti yfirleitt ekki máli við ákvörðun um hvort brot hafi verið framið. Hins vegar geti það haft áhrif þegar ákvörðun um refsingu er tekin. Flest mál sem hafa verið til meðferðar vegna manndráps af gáleysi eru vegna atvika í umferðinni. Fyrir liggja dómar Hæstaréttar og meðal þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eru rútubílstjóri, vörubifreiðarstjóri, strætisvagnstjóri og skólabílstjóri.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00
"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00