Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 16:46 Agnes M Sigurðardóttir biskup er fylgjandi mosku í Reykjavík. „Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
„Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira