Íslenski boltinn

Tsonis hetja Fjölnis | Djúpmenn komnir áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Þór Júlíusson, bakvörður Fjölnis, með boltann í Grafarvogi.
Guðmundur Þór Júlíusson, bakvörður Fjölnis, með boltann í Grafarvogi. Vísir/Daníel
BÍ/Bolungarvík, sem leikur í 1. deild, verður í pottinum þegar dregið verður til 16 liða úrslita Borgunarbikars karla í fótbolta.

Djúpmenn lögðu 2. deildar lið Fjarðabyggðar, 4-2, á Torfnesvelli í kvöld þar sem MarkTubæk, Daninn sem spilaði með Þór í Pepsi-deildinni í fyrra, skoraði tvö mörk.

Hákon Þór Sófusson kom gestunum að austan reyndar yfir, 1-0, á 19. mínútu en Tubæk skoraði úr vítaspyrnu á 26. mínútu og annað mark á fyrstu sekúndum seinni hálfleiks, 2-1.

Andri Rúnar Bjarnason bætti þriðja markinu við á 51. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Andreas Pachipis út um leikinn með fjórða marki BÍ/Bolungarvíkur. Fjarðabyggð klóraði í bakkann en lokatölur, 4-2.

Pepsi-deildarlið Fjölnis lenti í basli með Dalvík/Reyni sem leikur í 2. deild þegar liðin mættust í Borgunarbikarnum í Egilshöll í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Christopher Tsonis, framherji Fjölnis, á 39. mínútu og skaut sínum mönnum áfram.

Afturelding og ÍR, sem bæði leika í 2. deild, skildu jöfn, 1-1, í Mosfellsbæ og stendur nú yfir framlenging þar. Alexander Aron Davorsson kom heimamönnum yfir á 13. mínútu en Jóhann Arnar Sigurþórsson jafnaði leikinn, 1-1, á 57. mínútu.

Uppfært: ÍR komst áfram eftir vítaspyrnukeppni þar sem markvörðurinn Magnús Þór Magnússon skaut Breiðhyltingum áfram í bráðabana.

Markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×