Oddvitaáskorunin - Nýir tímar kalla á nýtt fólk 30. maí 2014 00:01 Guðrún ásamt meðframbjóðendum sínum í Garðabæ. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25
Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46