Ragnar: Fólkið fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2014 14:33 Ragnar Sigurðsson í landsleik. Vísir/Getty „Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
„Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira