Ragnar: Fólkið fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2014 14:33 Ragnar Sigurðsson í landsleik. Vísir/Getty „Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
„Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira