Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2014 14:38 Fyrsti laxinn í Kjósinni sást í Laxfossi í morgun Mynd: www.hreggnasi.is Það skal tíðindum sæta að fá fréttir af fyrstu löxunum í byrjun maí en það er staðfest að í dag dag mættu þeir fyrstu í Laxá í Kjós.Samkvæmt leigutakanum Hreggnasa voru feðgarnir Ólafur Helgi Ólafsson og Ólafur Þór Ólafsson frá Valdastöðum sem tilkynntu fyrstu laxaferðirnar þetta sumarið. Laxinn sást í Laxfossi og var þar óumdeilanlega á ferðinni 10-12 punda nýrenningur. Hvað þetta þýðir fyrir veiðina í sumar er óvíst en ef laxinn verður snemma á ferðinni er yfirleitt talið að ástandið í sjónum hafi verið gott, fiskurinn í nægu góðu æti og sjávarhitinn yfir meðallagi. Við þessi skilyrði stækkar fiskurinn hratt og er því snöggur að leita upp í ánna sína þegar hann er tilbúinn til þess. Það styttist í að laxveiðitímabilið hefjist og miðað við þessa frétt má reikna með að veiðimenn verði duglegri að kíkja í árnar sínar og leita að laxi sem gæti verið mættur töluvert á undan áætlun. Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði
Það skal tíðindum sæta að fá fréttir af fyrstu löxunum í byrjun maí en það er staðfest að í dag dag mættu þeir fyrstu í Laxá í Kjós.Samkvæmt leigutakanum Hreggnasa voru feðgarnir Ólafur Helgi Ólafsson og Ólafur Þór Ólafsson frá Valdastöðum sem tilkynntu fyrstu laxaferðirnar þetta sumarið. Laxinn sást í Laxfossi og var þar óumdeilanlega á ferðinni 10-12 punda nýrenningur. Hvað þetta þýðir fyrir veiðina í sumar er óvíst en ef laxinn verður snemma á ferðinni er yfirleitt talið að ástandið í sjónum hafi verið gott, fiskurinn í nægu góðu æti og sjávarhitinn yfir meðallagi. Við þessi skilyrði stækkar fiskurinn hratt og er því snöggur að leita upp í ánna sína þegar hann er tilbúinn til þess. Það styttist í að laxveiðitímabilið hefjist og miðað við þessa frétt má reikna með að veiðimenn verði duglegri að kíkja í árnar sínar og leita að laxi sem gæti verið mættur töluvert á undan áætlun.
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði