Jón Arnór og Sigmundur töfruðu fram atkvæði Framsóknarflokksins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 14:47 Sigmundur og Jón Arnór voru flottir saman. Vísir/Aðsent Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32