Blanda I að verða uppseld Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2014 12:32 Stefán Sigurðsson með lax úr Blönduopnun Blanda hefur verið ein af bestu laxveiðiám landsins og vinsældir koma ekkert á óvart því þarna er meðalþyndgin á veiddum löxum ein sú hæsta á landinu. Svæði I hefur notið mikilla vinsælda og nú er svo komið að sárafáir dagar eru eftir á því svæði og það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér daga þar. Blanda opnar 5. júní og undanfarin ár hefur opnunin gengið mjög vel og nokkrir stórlaxar komið á land. Sumarið lítur einnig vel út því staðan í miðlunarlóninu er lág og útlit fyrir að Blanda fari ekki á neitt yfirfall á þessari vertíð sem gerir það að verkum að áin er jöfn og veiðanleg allt tímabilið. Það veiddust 2611 laxar í fyrra þrátt fyrir að áin væri ekki fullseld en það var nóg af fiski í henni svo hún hafði alla burði til að fara í 3000 laxa. Hvernig sumarið verður er svo erfitt að spá fyrir um en miðað við eðlilega takta í göngunum undanfarin ár, að 2012 undanskildu, má gera því skóna að áin verði söm við sig og verði í 2500-3000 löxum en hún gæti líka alveg farið hærra. Laus veiðileyfi má finna hjá Lax-Á. Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Blanda hefur verið ein af bestu laxveiðiám landsins og vinsældir koma ekkert á óvart því þarna er meðalþyndgin á veiddum löxum ein sú hæsta á landinu. Svæði I hefur notið mikilla vinsælda og nú er svo komið að sárafáir dagar eru eftir á því svæði og það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér daga þar. Blanda opnar 5. júní og undanfarin ár hefur opnunin gengið mjög vel og nokkrir stórlaxar komið á land. Sumarið lítur einnig vel út því staðan í miðlunarlóninu er lág og útlit fyrir að Blanda fari ekki á neitt yfirfall á þessari vertíð sem gerir það að verkum að áin er jöfn og veiðanleg allt tímabilið. Það veiddust 2611 laxar í fyrra þrátt fyrir að áin væri ekki fullseld en það var nóg af fiski í henni svo hún hafði alla burði til að fara í 3000 laxa. Hvernig sumarið verður er svo erfitt að spá fyrir um en miðað við eðlilega takta í göngunum undanfarin ár, að 2012 undanskildu, má gera því skóna að áin verði söm við sig og verði í 2500-3000 löxum en hún gæti líka alveg farið hærra. Laus veiðileyfi má finna hjá Lax-Á.
Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði