Allir velkomnir á afmælishátið SVFR í Elliðaárdalnum. Karl Lúðvíksson skrifar 15. maí 2014 20:07 Ragnheiður Thorsteinsdóttir og félagsmenn SVFR halda uppá afmæli félagsins um helgina Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur uppá 75 ára afmæli á laugardaginn kemur og af því tilefni verður blásið til fagnaðar í Elliðaárdalnum. Við tókum varaformann félagsins Ragnheiði Thorsteinsson tali af þessu tilefni. SVFR er 75 ára um þessar mundir, hvernig eldist þessi félagsskapur? Hann eldist nokkuð vel. Það hefur gengið á með skini og skúrum en félagið er að ná áttum og aðalatriðið er að félagsstarfið er að koma öflugt til baka. Þar ætlar félagið að koma sterkt inn á komandi árum. Hvernig er félagsstarfi SVFR háttað? Félagið byggir mikið á nefndarstörfum og nýjasta nefndin er kvennanefnd sem við erum afar stolt af. Aðrar nefndir eru fræðslunefnd, kastnefnd og skemmtinefnd en sú nefnd sér um opnu húsin hjá félaginu sem alltaf eru skemmtilegur viðburður á vetrarkvöldum. Kvennanefndin hefur einnig boðið konum á sérstök kvennakvöld hjá félaginu og hefur það mælst sérstaklega vel fyrir. Síðan er kastnefndin með námskeiðin hjá TBR en þetta árið voru líklega þrjú eða fjögur námskeið sem voru öll vel sótt. Fræðslunefndin sér um hnýtingarkvöld á hálfsmánaðarfresti allan veturinn og sér einnig um barna og ungingadagana í Elliðaánum. Hvernig verður haldið uppá daginn? Félagsmenn og gestir hittast í Elliðaárdalnum á laugardaginn þar sem uppruni félagsins er en SVFR var einmitt stofnað í kringum veiðileyfasölu í Elliðaánum á sínum tíma. Þar verður fjölbreytt dagskrá en hana má finna á heimasíðu félagsins www.svfr.is. Síðan verður m.a. glæsilegt happdrætti þar sem meðal vinninga má finna veiðileyfi í Langá á besta tíma en dregið verður um þann vinning sérstaklega í lok mánaðarins en á afmælinu sjálfu verður dregið úr fjölda veiðileyfa ásamt öðrum vinningum meðal annars opnunardaginn í Elliðaánum, Veiðikortið o.fl. Er hátíðin eingöngu fyrir félagsmenn? Nei það eru allir hjartanlega velkomnir enda viljum við fá sem flesta til að kynnast störfum félagsins. Þeim mun fleiri sem mæta því betra. Við ætlum að bjóða uppá grillaðar pylsur, blöðrur fyrir krakkana og margt fleira svo það er um að gera að mæta með fjölskylduna með sér á laugardaginn. Stangveiði Mest lesið Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur uppá 75 ára afmæli á laugardaginn kemur og af því tilefni verður blásið til fagnaðar í Elliðaárdalnum. Við tókum varaformann félagsins Ragnheiði Thorsteinsson tali af þessu tilefni. SVFR er 75 ára um þessar mundir, hvernig eldist þessi félagsskapur? Hann eldist nokkuð vel. Það hefur gengið á með skini og skúrum en félagið er að ná áttum og aðalatriðið er að félagsstarfið er að koma öflugt til baka. Þar ætlar félagið að koma sterkt inn á komandi árum. Hvernig er félagsstarfi SVFR háttað? Félagið byggir mikið á nefndarstörfum og nýjasta nefndin er kvennanefnd sem við erum afar stolt af. Aðrar nefndir eru fræðslunefnd, kastnefnd og skemmtinefnd en sú nefnd sér um opnu húsin hjá félaginu sem alltaf eru skemmtilegur viðburður á vetrarkvöldum. Kvennanefndin hefur einnig boðið konum á sérstök kvennakvöld hjá félaginu og hefur það mælst sérstaklega vel fyrir. Síðan er kastnefndin með námskeiðin hjá TBR en þetta árið voru líklega þrjú eða fjögur námskeið sem voru öll vel sótt. Fræðslunefndin sér um hnýtingarkvöld á hálfsmánaðarfresti allan veturinn og sér einnig um barna og ungingadagana í Elliðaánum. Hvernig verður haldið uppá daginn? Félagsmenn og gestir hittast í Elliðaárdalnum á laugardaginn þar sem uppruni félagsins er en SVFR var einmitt stofnað í kringum veiðileyfasölu í Elliðaánum á sínum tíma. Þar verður fjölbreytt dagskrá en hana má finna á heimasíðu félagsins www.svfr.is. Síðan verður m.a. glæsilegt happdrætti þar sem meðal vinninga má finna veiðileyfi í Langá á besta tíma en dregið verður um þann vinning sérstaklega í lok mánaðarins en á afmælinu sjálfu verður dregið úr fjölda veiðileyfa ásamt öðrum vinningum meðal annars opnunardaginn í Elliðaánum, Veiðikortið o.fl. Er hátíðin eingöngu fyrir félagsmenn? Nei það eru allir hjartanlega velkomnir enda viljum við fá sem flesta til að kynnast störfum félagsins. Þeim mun fleiri sem mæta því betra. Við ætlum að bjóða uppá grillaðar pylsur, blöðrur fyrir krakkana og margt fleira svo það er um að gera að mæta með fjölskylduna með sér á laugardaginn.
Stangveiði Mest lesið Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði