Björn Blöndal vill taka við borgarstjórastólnum Hjörtur Hjartarson skrifar 1. maí 2014 19:30 Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira