„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. apríl 2014 11:28 "Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís. „Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira