Þýski boltinn | Pizarro skoraði tvö í sigri Bayern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2014 22:22 Claudio Pizarro skorar fyrir Bayern München í dag. Vísir/Getty Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund. Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31