Harpa með þrennu í stórsigri Íslands á Möltu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennur. Mynd/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.). Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.).
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30
Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00