Opið Hús og Veiðikvöld hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2014 14:01 Flottur lax úr Langá Félagsstarfið hjá SVFR er á fullu þessa dagana og víst að félagsmenn SVFR eru farnir að hlakka til hlýnandi veðurs og alvöru vorkomu. Opnu hús félagsins hafa verið haldin í vetur og aðsóknin á kvöldin verið góð. Næsta opna hús verður haldið í kvöld við Rafstöðvarveg 14 eins og undanfarið í vetur og opnar húsið klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30. Dagskráin er fjölbreytt að venju og má þar nefna að Viðar Jónasson verður með kynningu á Leirvogsá og fer yfir veiðistaði í þessari skemmtilegu á en hann þekkir hana betur en margur annar. Eins verður farið yfir veiðar í Soginu, myndagetraun verður á sínum stað og að venju er Happahylur í lokin. Á mánudaginn verður svo Veiðikvöld í dalnum en þá er ársvæði Langár tekið fyrir og farið vel yfir bestu veiðistaði hennar bæði hvað varðar flugu og maðkveiði. Það eru allir velkomnir á kvöldin, félagsmenn sem og áhugafólk um stangveiði. Stangveiði Mest lesið Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði
Félagsstarfið hjá SVFR er á fullu þessa dagana og víst að félagsmenn SVFR eru farnir að hlakka til hlýnandi veðurs og alvöru vorkomu. Opnu hús félagsins hafa verið haldin í vetur og aðsóknin á kvöldin verið góð. Næsta opna hús verður haldið í kvöld við Rafstöðvarveg 14 eins og undanfarið í vetur og opnar húsið klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30. Dagskráin er fjölbreytt að venju og má þar nefna að Viðar Jónasson verður með kynningu á Leirvogsá og fer yfir veiðistaði í þessari skemmtilegu á en hann þekkir hana betur en margur annar. Eins verður farið yfir veiðar í Soginu, myndagetraun verður á sínum stað og að venju er Happahylur í lokin. Á mánudaginn verður svo Veiðikvöld í dalnum en þá er ársvæði Langár tekið fyrir og farið vel yfir bestu veiðistaði hennar bæði hvað varðar flugu og maðkveiði. Það eru allir velkomnir á kvöldin, félagsmenn sem og áhugafólk um stangveiði.
Stangveiði Mest lesið Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði