1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2014 08:22 Vetrarríki undir 2 metra þykkum ís í Vatnsdalsvatni Mynd: Gústaf Gústafsson Nú eru ekki nema tvær vikur í að vatnaveiðin hefjist samkvæmt almanaki en útlit er fyrir að mörg vötn verði óveiðanleg eitthvað inní maí vegna íss. Einstaklega kaldur og langur vetur á þessum slóðum hefur fryst mörg vötnin niður á 1-2 metra dýpi og stundum meira. Við erum ekki einu sinni að tala um vötn á hálendi heldur þau sem eru inní dölum á inní landi, flest þessara vatna fyrir vestan og norðan eru ennþá ísilögð og sum með 1-2 metra þykkum ís. Gústaf Gústafsson fór ásamt félögum fyrir stuttu í Vatnsdalsvatn við Súgandafjörð í ísdorg og það tók þá langan tíma að komast í gegnum ísinn sem var um 2 metra þykkur. Ekki fór mikið fyrir aflabrögðum en nokkrar myndir voru teknar undir ísinn sem sýnir magnað landslag í vetrarríki vatnsins og hægra megin á myndinni sést bleikja synda um ísblokkirnar. Þessar ísblokkir ná niður á 1-2 metra dýpi og það þarf nokkurn tíma til bræða þennan ís í burtu og gera vötnin veiðanleg. Líklegast verða vötnin á þessum slóðum ekki klár fyrir veiði fyrr en um miðjan maí. Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði
Nú eru ekki nema tvær vikur í að vatnaveiðin hefjist samkvæmt almanaki en útlit er fyrir að mörg vötn verði óveiðanleg eitthvað inní maí vegna íss. Einstaklega kaldur og langur vetur á þessum slóðum hefur fryst mörg vötnin niður á 1-2 metra dýpi og stundum meira. Við erum ekki einu sinni að tala um vötn á hálendi heldur þau sem eru inní dölum á inní landi, flest þessara vatna fyrir vestan og norðan eru ennþá ísilögð og sum með 1-2 metra þykkum ís. Gústaf Gústafsson fór ásamt félögum fyrir stuttu í Vatnsdalsvatn við Súgandafjörð í ísdorg og það tók þá langan tíma að komast í gegnum ísinn sem var um 2 metra þykkur. Ekki fór mikið fyrir aflabrögðum en nokkrar myndir voru teknar undir ísinn sem sýnir magnað landslag í vetrarríki vatnsins og hægra megin á myndinni sést bleikja synda um ísblokkirnar. Þessar ísblokkir ná niður á 1-2 metra dýpi og það þarf nokkurn tíma til bræða þennan ís í burtu og gera vötnin veiðanleg. Líklegast verða vötnin á þessum slóðum ekki klár fyrir veiði fyrr en um miðjan maí.
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði