11 ára 20 punda sjóbirtingur Karl Lúðviksson skrifar 16. apríl 2014 11:22 Arnór með sjóbirtingin sem reyndist vera 11 vetra gamall Arnór Laxfjörð Guðmundsson var við veiðar fyrir nokkru í Staðará og landaði þar sínum stærsta fiski úr ferskvatni sem var 20 punda sjóbirtingur. Arnór er vanur stórum fiskum sem aflakló á sjó en þessi sjóbirtingur er stærsti fiskur sem hann landar á landi. Þegar myndir af fiskinum fóru á Facebook voru margir sem héldu því fram að þarna væri kominn fram einn af löxunum sem sluppu úr kvíum fyrir vestan nokkrum dögum fyrir veiðitúrinn og þá fullyrtu margir að það sæist vel á fiskinum að þetta væri eldislax. Til að taka af allann vafa tók Arnór hreisturssýni til að fá úr þessu skorið og niðurstaðan af þeim sýnum er komin í hús. Staðfest er að þarna er sjóbirtingur á ferð. Hann er 11 vetra gamall og hefur gengið átta sinnum til sjávar á sinni ævi. Fiskurinn er jafnframt á listanum yfir tuttugu stærstu veiddu sjóbirtinga á landinu, í það minnsta þá sem eru skráðir á réttann hátt. Við óskum Arnóri til hamingju með þennan flotta fisk og hlökkum til að fá fregnir af veiðiskapnum hjá honum í sumar. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Arnór Laxfjörð Guðmundsson var við veiðar fyrir nokkru í Staðará og landaði þar sínum stærsta fiski úr ferskvatni sem var 20 punda sjóbirtingur. Arnór er vanur stórum fiskum sem aflakló á sjó en þessi sjóbirtingur er stærsti fiskur sem hann landar á landi. Þegar myndir af fiskinum fóru á Facebook voru margir sem héldu því fram að þarna væri kominn fram einn af löxunum sem sluppu úr kvíum fyrir vestan nokkrum dögum fyrir veiðitúrinn og þá fullyrtu margir að það sæist vel á fiskinum að þetta væri eldislax. Til að taka af allann vafa tók Arnór hreisturssýni til að fá úr þessu skorið og niðurstaðan af þeim sýnum er komin í hús. Staðfest er að þarna er sjóbirtingur á ferð. Hann er 11 vetra gamall og hefur gengið átta sinnum til sjávar á sinni ævi. Fiskurinn er jafnframt á listanum yfir tuttugu stærstu veiddu sjóbirtinga á landinu, í það minnsta þá sem eru skráðir á réttann hátt. Við óskum Arnóri til hamingju með þennan flotta fisk og hlökkum til að fá fregnir af veiðiskapnum hjá honum í sumar.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði