FH vann Fjölni eftir að lenda 2-0 undir Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2014 22:43 Kristján Gauti Emilsson raðar inn mörkum í Lengjubikarnum. Vísir/Arnþór FH vann sjötta sigurinn í röð riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Fjölni, 3-2, í Egilshöll. Fjölnismenn voru mun betri í fyrri hálfleik og voru 2-0 yfir þegar flautað var til leikhlés. Ragnar Leósson skoraði bæði mörkin, það fyrra á þriðju mínútu og það síðara á 37. mínútu, bæði eftir laglegan undirbúning Júlíusar Orra Óskarssonar. FH-ingar gerðu þrefalda breytingu í hálfleik komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Emil Pálsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu úr vítaspyrnu. Gunnar Valur Gunnarsson braut á Emil í teignum og tók hann spyrnuna sjálfur. Tíu mínútum síðar jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin en þessi stórefnilegi framherji sem kom boltanum ekki í netið í Pepsi-deildinni síðasta sumar er nú búinn að skora sjö mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum. Emil Pálsson skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark FH og tryggði sínum mönnum sigurinn fjórum mínútum síðar. Þrjú mörk á 24 mínútum og endurkoman fullkomnuð, 3-2. Fjölnismenn sóttu stíft undir lokin og voru óheppnir að koma boltanum ekki í netið þegar mikill darraðadans varð uppi í vítateig FH-inga í uppbótartíma. Hafnfirðingarnir héldu þó út og lönduðu enn einum sigrinum í Lengjubikarnum. FH er búið að vinna alla sex leiki sína í riðli 2 í Lengjubikarnum og er efst í riðlinum með 18 stig eða fullt hús. Fjölnismenn hafa nú lokið leik en uppskera þeirra eru sjö stig eftir sjö leiki. Þeir eru í fimmta sæti riðils 2. Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
FH vann sjötta sigurinn í röð riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Fjölni, 3-2, í Egilshöll. Fjölnismenn voru mun betri í fyrri hálfleik og voru 2-0 yfir þegar flautað var til leikhlés. Ragnar Leósson skoraði bæði mörkin, það fyrra á þriðju mínútu og það síðara á 37. mínútu, bæði eftir laglegan undirbúning Júlíusar Orra Óskarssonar. FH-ingar gerðu þrefalda breytingu í hálfleik komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Emil Pálsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu úr vítaspyrnu. Gunnar Valur Gunnarsson braut á Emil í teignum og tók hann spyrnuna sjálfur. Tíu mínútum síðar jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin en þessi stórefnilegi framherji sem kom boltanum ekki í netið í Pepsi-deildinni síðasta sumar er nú búinn að skora sjö mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum. Emil Pálsson skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark FH og tryggði sínum mönnum sigurinn fjórum mínútum síðar. Þrjú mörk á 24 mínútum og endurkoman fullkomnuð, 3-2. Fjölnismenn sóttu stíft undir lokin og voru óheppnir að koma boltanum ekki í netið þegar mikill darraðadans varð uppi í vítateig FH-inga í uppbótartíma. Hafnfirðingarnir héldu þó út og lönduðu enn einum sigrinum í Lengjubikarnum. FH er búið að vinna alla sex leiki sína í riðli 2 í Lengjubikarnum og er efst í riðlinum með 18 stig eða fullt hús. Fjölnismenn hafa nú lokið leik en uppskera þeirra eru sjö stig eftir sjö leiki. Þeir eru í fimmta sæti riðils 2.
Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira